Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2024 21:47 Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku segir aðgerðir Ísraela minna á þjóðarmorð Hútúa á Tútsímönnum í Rúanda á síðustu öld. AP/Patrick Post Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. „Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
„Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira