Skaðsemi of lágra raunvaxta Arnbjörn Ingimundarson skrifar 12. janúar 2024 08:31 Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar