Fyrir leikinn voru Jóhann Berg og félagar í Burnley í nítjánda sæti deildarinnar með þrettán stig á meðan Luton var sæti oftar með fjórtán stig.
Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley sem komst yfir í leiknum á 34. mínútu með marki frá Zeki Amdouni og var staðan 1-0 í hálfleik.
Leikmenn Luton reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í seinni hálfleiknum en það leit út fyrir það að Burnley færi með sigur af hólmi. Það varð þó ekki raunin.
Í uppbótartíma var það vararmaðurinn Carlton Morris sem jafnaði metin fyrir gestina og tryggði þeim eitt stig. Lokatölur því 1-1 og enn sitja liðin í sama sæti og fyrir leik.