Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
„Það er vinna í gangi þarna við varnargarðinn við Grindavíkurveg en það styttist í að sá vinnuflokkur hverfi á brott,“ segir hann.
Hann staðfestir þó að ekki séu aðrir á svæðinu þar sem ljóst er að bráðum flæði hraun yfir Grindavíkurveg. Varnargarðurinn sem er þar er því eins og staðan gefur til kynna ekki ýkja hár.
Í tilkynningu á síðu Veðurstofunnar er alvarleiki stöðunnar ljós. Þar kemur fram að framrás kvikugangsins hafi stöðvast en að hann hafi náð bæjarmörkum Grindavíkur og sé jafnvel kominn undir bæinn.