Sorglegt, sláandi og hræðilegt Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 15:59 Víðir reynir að horfa á björtu hliðarnar. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. „Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
„Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira