„Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 19:13 Snorri Steinn þungur á brún á meðan leik stóð. Vísir/Vilhelm „Var í max púls, fullt af mjólkursýru og hefði komið illa út úr þrekprófi,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir hádramatískan sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM karla í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins. „Mér leið betur þegar ég var inn á vellinum, fannst ég geta gert meira þar,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig væri að vera þjálfari í svona leik. Hann hélt svo áfram: „Líður ekki illa, ég hef trú á þessu og hef trú á þessum strákum. Leikurinn þróaðist hins vegar út í þetta. Það er auðvelt að brotna niður í miðjum leik, fannst strákarnir aftur sýna karakter. Getum að einhverju leyti kennt sjálfum okkur um að leikurinn þróast í þessa átt.“ „Það eru augnablik þar sem við getum náð meiri tökum á þessum leik, þurfum að sýna meiri gæði. Förum illa með mikið af dauðafærum og allt það. Situr samt aðallega í mér þessir kaflar þar sem við erum að ná undirtökum en náum ekki að negla það, þurfum að skoða það betur.“ „Sóknarleikurinn klárlega, varnarleikurinn kaflaskiptur en fannst við sýna okkar rétta andlit sóknarlega. Fundum betri lausnir. Það er fullt jákvætt í þessu, Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) með frábæra innkomu. Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi.“ Að endingu var Snorri Steinn spurður hvort þungu fargi væri af sér létt. „Já og nei. Kannski finn ég það þegar ég kem á hótelið og nær mér niður. Mikilvægt að vinna eftir dapra frammistöðu í síðasta leik og fá þá tilfinningu. Komum okkur líka í þá stöðu að geta unnið riðilinn.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir leik við Svartfjallaland Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins. „Mér leið betur þegar ég var inn á vellinum, fannst ég geta gert meira þar,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig væri að vera þjálfari í svona leik. Hann hélt svo áfram: „Líður ekki illa, ég hef trú á þessu og hef trú á þessum strákum. Leikurinn þróaðist hins vegar út í þetta. Það er auðvelt að brotna niður í miðjum leik, fannst strákarnir aftur sýna karakter. Getum að einhverju leyti kennt sjálfum okkur um að leikurinn þróast í þessa átt.“ „Það eru augnablik þar sem við getum náð meiri tökum á þessum leik, þurfum að sýna meiri gæði. Förum illa með mikið af dauðafærum og allt það. Situr samt aðallega í mér þessir kaflar þar sem við erum að ná undirtökum en náum ekki að negla það, þurfum að skoða það betur.“ „Sóknarleikurinn klárlega, varnarleikurinn kaflaskiptur en fannst við sýna okkar rétta andlit sóknarlega. Fundum betri lausnir. Það er fullt jákvætt í þessu, Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) með frábæra innkomu. Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi.“ Að endingu var Snorri Steinn spurður hvort þungu fargi væri af sér létt. „Já og nei. Kannski finn ég það þegar ég kem á hótelið og nær mér niður. Mikilvægt að vinna eftir dapra frammistöðu í síðasta leik og fá þá tilfinningu. Komum okkur líka í þá stöðu að geta unnið riðilinn.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir leik við Svartfjallaland
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira