Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2024 19:34 Mikil óvissa er um Grindavík á meðan kvika flæðir og eldar loga. Kviknað hefur í nokkrum húsum. Forsætisráðherra segir hug allra landsmanna hjá Grindvíkingum. Vísir/RAX Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. Þetta kom fram í ávarpi Katrínar á upplýsingafundi almannavarna í kvöld. Þar ávarpaði hún landsmenn og Grindvíkinga sérstaklega. „Þjóðin stendur nú andspænis hrikalegum náttúruöflum. Eldgos hófst í morgun og hraun streymir nú yfir byggðina í Grindavík. Versta sviðsmynd hefur raungerst, eldgos á Sundhnúksgígasprungunni á versta stað og hluti gossins innan bæjarmarkanna þannig að varnargarðarnir duga ekki til. Eldarnir eira engu, eyðileggingin er gífurleg,“ sagði Katrín. Allt frá 10. nóvember, þegar bærinn var rýmdur, hefðu Grindvíkingar búið við yfirþyrmandi óvissu. Þyrmir yfir okkur öll „Öll vonuðum við að ástandið sem hófst með skelfilegum jarðskjálftum myndi verða skammvinnt og fólk gæti fljótlega snúið til síns heima. Mér er minnisstæður faðirinn sem sagði mér í nóvember að dóttir hans hefði haft mestar áhyggjur af því að jólagjafirnar hefðu orðið eftir heima. Þá vonuðum við öll að Grindvíkingar gætu snúið heim fyrir jól. Því miður fór það ekki svo. Eldgos hófst 18. desember en sem betur fer olli það ekki miklum skaða. Annað gildir um eldgosið sem hófst í dag.“ Nú hafi ástandið varað í 65 daga og óróatímabilið á Reykjanesskaga í meira en fjögur ár. „Grindvíkingar hafa sýnt æðruleysi og seiglu frammi fyrir óvissunni en í dag þyrmir yfir okkur öll. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum.“ Áfall að sjá nýja sprungu myndast Katrín snerti á slysinu í vikunni þegar karlmaður við jarðvegsþjöppun í bænum féll ofan í djúpa sprungu. „Ljóst var að við töldum rétt að rýma byggðina vegna sprunguhreyfinga eftir hið skelfilega slys sem varð í vikunni. Þess manns er enn saknað og hugur minn er hjá aðstandendum.“ Öryggi íbúa og viðbragðsaðila hafi frá upphafi verið algjört forgangsmál og verði áfram svo. „Eðlilega hafa margir Grindvíkingar verið óþreyjufullir að snúa heim og undir niðri var alltaf vonin um að jarðeldarnir myndu hlífa byggðinni. Áfallið að sjá nýja sprungu opnast um hádegisbil innan bæjarmarkanna var því djúpstætt.“ Enginn geti skilið slíkt áfall „Við vitum öll innra með okkur hversu verðmætt það er að eiga heima - að eiga heima merkir að eiga öruggan stað, griðastað, stað fyrir sig og sína. Heima er staðurinn þar sem við höfum byggt upp líf okkar, heima er þar sem við eigum minningar og sögu, heima er staðurinn þar sem við eigum rætur. Heimkynni Grindvíkinga eru sem stendur í hættu af hraunflæði sem engu eirir. Enginn getur skilið slíkt áfall sem ekki hefur orðið fyrir því en við skynjum öll hversu hrikalegt það er fyrir alla Grindvíkinga,“ sagði Katrín. Þetta áfall sé eitthvað sem hver og einn Grindvíkingur upplifi - bæði einn og sér og sameiginlega með öðrum bæjarbúum. „En þjóðin stendur með ykkur og mun gera það áfram. Sem þjóð og sem samfélag, munum við nú sem áður styðja við Grindvíkinga og gera það sem þarf til að koma þessu einstaka samfélagi í gegnum þennan brimskafl. Ég vil sérstaklega nefna að við munum tryggja að Grindvíkingar hafi aðgang að sálrænum stuðningi og fagþjónustu í gegnum þessa reynslu.“ Allt frá 10. nóvember hafi þjóðin tekið þetta skref fyrir skref. Heitir stuðningi „Saman hafa Grindvíkingar mætt þeim áskorunum sem hver dagur hefur fært þeim. Það hefur verið full samstaða á Alþingi um allar stuðningsaðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík og áfram munu stjórnvöld og Alþingi tryggja stuðning vegna húsnæðis og afkomu og halda áfram að tryggja framboð á fleiri íbúðum fyrir Grindvíkinga – markmiðið er að koma öllum sem enn búa í skammtímahúsnæði í öruggari stöðu eins fljótt og kostur er. Við munum flýta eins og kostur er allri vinnu við uppgjör á tjóni í samvinnu við sveitarfélagið. Áfram munum við fylgja ráðum okkar færustu sérfræðinga sem öll miða að því að tryggja öryggi fólks á erfiðum tímum. Ég vil nota tækifærið hér og þakka okkar vísindafólki og öllum viðbragðsaðilum sem hafa verið vakin og sofin yfir þessu erfiða verkefni. Það er mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag að eiga fólk eins og ykkur.“ Hún sagði landsmenn ekki óvana því að upplifa sorg og vanmátt gagnvart eyðileggingarmætti náttúrunnar en það venjist samt aldrei. „En á krefjandi stundum koma bestu hliðar íslensks samfélags iðulega í ljós. Hamfarir dynja yfir en andspænis þeim sýnum við samheldni samfélagsins og seiglu. Við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin færir okkur en við vitum að samstaða, æðruleysi og kærleikur munu verða okkar mikilvægasta leiðarljós framundan. Kæru Grindvíkingar. Það er svartur dagur í dag fyrir Grindavík. En sólin mun koma upp á nýjan leik. Saman tökumst við á við þetta áfall og hvað sem verður. Hugur okkar og bænir eru hjá ykkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Almannavarnir Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi Katrínar á upplýsingafundi almannavarna í kvöld. Þar ávarpaði hún landsmenn og Grindvíkinga sérstaklega. „Þjóðin stendur nú andspænis hrikalegum náttúruöflum. Eldgos hófst í morgun og hraun streymir nú yfir byggðina í Grindavík. Versta sviðsmynd hefur raungerst, eldgos á Sundhnúksgígasprungunni á versta stað og hluti gossins innan bæjarmarkanna þannig að varnargarðarnir duga ekki til. Eldarnir eira engu, eyðileggingin er gífurleg,“ sagði Katrín. Allt frá 10. nóvember, þegar bærinn var rýmdur, hefðu Grindvíkingar búið við yfirþyrmandi óvissu. Þyrmir yfir okkur öll „Öll vonuðum við að ástandið sem hófst með skelfilegum jarðskjálftum myndi verða skammvinnt og fólk gæti fljótlega snúið til síns heima. Mér er minnisstæður faðirinn sem sagði mér í nóvember að dóttir hans hefði haft mestar áhyggjur af því að jólagjafirnar hefðu orðið eftir heima. Þá vonuðum við öll að Grindvíkingar gætu snúið heim fyrir jól. Því miður fór það ekki svo. Eldgos hófst 18. desember en sem betur fer olli það ekki miklum skaða. Annað gildir um eldgosið sem hófst í dag.“ Nú hafi ástandið varað í 65 daga og óróatímabilið á Reykjanesskaga í meira en fjögur ár. „Grindvíkingar hafa sýnt æðruleysi og seiglu frammi fyrir óvissunni en í dag þyrmir yfir okkur öll. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum.“ Áfall að sjá nýja sprungu myndast Katrín snerti á slysinu í vikunni þegar karlmaður við jarðvegsþjöppun í bænum féll ofan í djúpa sprungu. „Ljóst var að við töldum rétt að rýma byggðina vegna sprunguhreyfinga eftir hið skelfilega slys sem varð í vikunni. Þess manns er enn saknað og hugur minn er hjá aðstandendum.“ Öryggi íbúa og viðbragðsaðila hafi frá upphafi verið algjört forgangsmál og verði áfram svo. „Eðlilega hafa margir Grindvíkingar verið óþreyjufullir að snúa heim og undir niðri var alltaf vonin um að jarðeldarnir myndu hlífa byggðinni. Áfallið að sjá nýja sprungu opnast um hádegisbil innan bæjarmarkanna var því djúpstætt.“ Enginn geti skilið slíkt áfall „Við vitum öll innra með okkur hversu verðmætt það er að eiga heima - að eiga heima merkir að eiga öruggan stað, griðastað, stað fyrir sig og sína. Heima er staðurinn þar sem við höfum byggt upp líf okkar, heima er þar sem við eigum minningar og sögu, heima er staðurinn þar sem við eigum rætur. Heimkynni Grindvíkinga eru sem stendur í hættu af hraunflæði sem engu eirir. Enginn getur skilið slíkt áfall sem ekki hefur orðið fyrir því en við skynjum öll hversu hrikalegt það er fyrir alla Grindvíkinga,“ sagði Katrín. Þetta áfall sé eitthvað sem hver og einn Grindvíkingur upplifi - bæði einn og sér og sameiginlega með öðrum bæjarbúum. „En þjóðin stendur með ykkur og mun gera það áfram. Sem þjóð og sem samfélag, munum við nú sem áður styðja við Grindvíkinga og gera það sem þarf til að koma þessu einstaka samfélagi í gegnum þennan brimskafl. Ég vil sérstaklega nefna að við munum tryggja að Grindvíkingar hafi aðgang að sálrænum stuðningi og fagþjónustu í gegnum þessa reynslu.“ Allt frá 10. nóvember hafi þjóðin tekið þetta skref fyrir skref. Heitir stuðningi „Saman hafa Grindvíkingar mætt þeim áskorunum sem hver dagur hefur fært þeim. Það hefur verið full samstaða á Alþingi um allar stuðningsaðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík og áfram munu stjórnvöld og Alþingi tryggja stuðning vegna húsnæðis og afkomu og halda áfram að tryggja framboð á fleiri íbúðum fyrir Grindvíkinga – markmiðið er að koma öllum sem enn búa í skammtímahúsnæði í öruggari stöðu eins fljótt og kostur er. Við munum flýta eins og kostur er allri vinnu við uppgjör á tjóni í samvinnu við sveitarfélagið. Áfram munum við fylgja ráðum okkar færustu sérfræðinga sem öll miða að því að tryggja öryggi fólks á erfiðum tímum. Ég vil nota tækifærið hér og þakka okkar vísindafólki og öllum viðbragðsaðilum sem hafa verið vakin og sofin yfir þessu erfiða verkefni. Það er mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag að eiga fólk eins og ykkur.“ Hún sagði landsmenn ekki óvana því að upplifa sorg og vanmátt gagnvart eyðileggingarmætti náttúrunnar en það venjist samt aldrei. „En á krefjandi stundum koma bestu hliðar íslensks samfélags iðulega í ljós. Hamfarir dynja yfir en andspænis þeim sýnum við samheldni samfélagsins og seiglu. Við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin færir okkur en við vitum að samstaða, æðruleysi og kærleikur munu verða okkar mikilvægasta leiðarljós framundan. Kæru Grindvíkingar. Það er svartur dagur í dag fyrir Grindavík. En sólin mun koma upp á nýjan leik. Saman tökumst við á við þetta áfall og hvað sem verður. Hugur okkar og bænir eru hjá ykkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Almannavarnir Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira