Viðbrögð við nýjum veruleika Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 15. janúar 2024 15:01 Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun