Ævintýraleg björgun Íslendings í lífshættu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2024 15:37 Fram kemur í fréttatilkynningu að björgunaraðgerðir ítölsku Landhelgisgæslunnar hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Skjáskot Neyðartilvik kom upp um borð í ítalska skemmtiferðskipinu Costa Smeralda síðastliðinn miðvikudag þegar Íslendingur um borð veiktist lífshættulega. Þökk sé þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á Ítalíu var honum bjargað naumlega. Greint er frá björguninni á fjölmörgum ítölskum vefmiðlum en meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar björgunaraðgerðirnar fóru fram. Klippa: Íslendingi bjargað um borð í Costa Smeralda Himninum breytt í sjúkrastofu Í fréttatilkynningu kemur fram að síðdegis þann 10. janúar síðastliðinn hafi komið upp neyðartilvik um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda þegar 79 ára Íslendingur veiktist. Skipið var á leiðinni frá Palma de Mallorca á Spáni til Palermo á Ítalíu. Íslendingurinn reyndist vera með bráðakransæðastíflu. Um er að ræða lífshættulegt ástand og dánartíðnin er hæst fyrstu klukkustundirnar eftir að stífluna ber að höndum. Tilkynning barst til Landhelgisgæslunnar í Decimomannu, þar sem skipið var statt 10 mílur suðvestur af Capo Teulada á Sardiníu. Í kjölfarið var þyrla Landhelgisgæslunnar send frá borginni Cagliari. Með hjálp frá áhöfninni um borð var Íslendingurinn fluttur um borð í þyrluna á sérúbúnum börum, en fram kemur í frétt Gazzetta Sarda að slík tilfærsla sé vandasöm og krefjist „leikni listflugmanns.“ Himninum hafi verið breytt í „sjúkrastofu á milli öldu og skýja.“ Ævintýrasaga með góðum endi Íslendingurinn var þvínæst fluttur með hraði á Brotzu sjúkrahúsið í Cagliari og komst undir læknishendur í tæka tíð. Fram kemur að sagan hefði getað endað með harmleik, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að björgunaraðgerðin hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Í frétt ítalska vefmiðilsins Alghero er atburðarásinni líkt við ævintýrasögu. „Þetta er kröftug áminning um að á tímum örra tæknibreytinga og mikils hraða má ennþá finna sögur um hugrekki, mannúð og von. Sögur af körlum og konum sem standa keik gangvart miskunnarlausum náttúruöflum og fjandsamlegum örlögum. Landhelgisgæslan í Cagliari hefur enn og aftur skrifað glæsilegan kafla í sögu björgunar á sjó, sem sýnir okkur að jafnvel í harkalegustu aðstæðunum deyja vonin og hugrekkið aldrei.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Ítalía Björgunarsveitir Skipaflutningar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Greint er frá björguninni á fjölmörgum ítölskum vefmiðlum en meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar björgunaraðgerðirnar fóru fram. Klippa: Íslendingi bjargað um borð í Costa Smeralda Himninum breytt í sjúkrastofu Í fréttatilkynningu kemur fram að síðdegis þann 10. janúar síðastliðinn hafi komið upp neyðartilvik um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda þegar 79 ára Íslendingur veiktist. Skipið var á leiðinni frá Palma de Mallorca á Spáni til Palermo á Ítalíu. Íslendingurinn reyndist vera með bráðakransæðastíflu. Um er að ræða lífshættulegt ástand og dánartíðnin er hæst fyrstu klukkustundirnar eftir að stífluna ber að höndum. Tilkynning barst til Landhelgisgæslunnar í Decimomannu, þar sem skipið var statt 10 mílur suðvestur af Capo Teulada á Sardiníu. Í kjölfarið var þyrla Landhelgisgæslunnar send frá borginni Cagliari. Með hjálp frá áhöfninni um borð var Íslendingurinn fluttur um borð í þyrluna á sérúbúnum börum, en fram kemur í frétt Gazzetta Sarda að slík tilfærsla sé vandasöm og krefjist „leikni listflugmanns.“ Himninum hafi verið breytt í „sjúkrastofu á milli öldu og skýja.“ Ævintýrasaga með góðum endi Íslendingurinn var þvínæst fluttur með hraði á Brotzu sjúkrahúsið í Cagliari og komst undir læknishendur í tæka tíð. Fram kemur að sagan hefði getað endað með harmleik, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að björgunaraðgerðin hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Í frétt ítalska vefmiðilsins Alghero er atburðarásinni líkt við ævintýrasögu. „Þetta er kröftug áminning um að á tímum örra tæknibreytinga og mikils hraða má ennþá finna sögur um hugrekki, mannúð og von. Sögur af körlum og konum sem standa keik gangvart miskunnarlausum náttúruöflum og fjandsamlegum örlögum. Landhelgisgæslan í Cagliari hefur enn og aftur skrifað glæsilegan kafla í sögu björgunar á sjó, sem sýnir okkur að jafnvel í harkalegustu aðstæðunum deyja vonin og hugrekkið aldrei.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Ítalía Björgunarsveitir Skipaflutningar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira