Félög ensku deildarinnar mega alls tapa 105 milljónum punda, rúmum 18 milljörðum íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil eða að meðaltali 35 milljónir punda á ári, rétt rúmum 6 milljörðum á tímabili.
Á Sky Sports er greint frá því að bæði Everton og Forest séu talin hafa brotið þessar reglur. Þar segir að ekki verði dæmt í máli Everton fyrr en fyrra máli félagsins sé lokið en fyrir áramót voru 10 stig dregin af liðinu. Everton gæti því misst fleiri stig fari svo að félaginu verði dæmt í óhag.
BREAKING: Everton and Nottingham Forest have been charged with breaching Premier League Profitability and Sustainability Rules pic.twitter.com/FOqWDa6Ylf
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2024
Everton er sem stendur í 17. sæti með 17 stig, stigi fyrir ofan fallsæti. Nottingham Forest er í 15. sæti með 20 stig að svo stöddu.