Håland og Messi jafnir að stigum en Messi stóð uppi sem sigurvegari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 07:01 Messi elskar að vinna til verðlauna. Andy Lyons/Getty Images Í gærkvöld fór verðlaunahátíð FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fram í Lundúnum. Var besta knattspyrnufólk ársins 2023 heiðrað. Athygli vakti að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var kjörinn besti leikmaður ársins en ekki til að mynda Erling Braut Håland sem stóð uppi sem Englands-, Evrópu-, bikar- og heimsmeistari félagsliða með Manchester City. Kosning FIFA verðlaunanna er áhugaverð en hún er fjórþætt og hefur hver „þáttur“ 25 prósent gildi í heildina. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða eru með kosningarétt, einn blaðamaður frá hverju landi er með kosningarétt og þá fá aðdáendur að kjósa í gegnum vefsíðu FIFA. Eru þrír leikmenn valdir, sá besti fær fimm stig, sá næstbesti þrjú stig og sá þriðji fær eitt stig. Búið er að opinbera hver kaus hvað en þar kemur fram að Argentínumaðurinn Messi og Norðmaðurinn Håland voru jafnir að stigum. Ef tveir efstu menn kjörsins eru jafnir að stigum er athugað hvor þeirra fékk oftar fimm stig, það er hvor var oftar í 1. sæti hjá þeim sem kusu. Þar hafði Messi betur og því var hann valinn leikmaður ársins hjá FIFA. Hann var þó ekki viðstaddur og tók Thierry Henry, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, við þeim fyrir hönd Argentínumannsins. Thierry Henry to his cohost Reshmin Chowdhury after accepting The Best award on Lionel Messi s behalf: You re a Spurs fan and you don t usually get your hands on a trophy so, I ll take this one pic.twitter.com/9PKTp1jgi0— B/R Football (@brfootball) January 15, 2024 Jóhannes Karl ósammála Aroni Einari og Víði Sig Alls höfðu þrír Íslendingar kosningarétt í karlaflokki. Það eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Messi is crowned #TheBest! Click here for more information. https://t.co/niVRuFY4lP pic.twitter.com/krIyrtkexL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Jóhannes Karl setti Lionel Messi í 1. sæti, þar á eftir komu Håland og Kevin De Bruyne, samherji hans hjá Man City. Þeir Aron Einar og Víðir voru báðir með Håland fyrstan á blaði en ósammála um hina tvo. Aron Einar setti Messi í annað sætið og Rodri, miðjumann Spánar og Man City í 3. sætið. á meðan Víðir setti De Bruyne í 2. sætið og svo Khvicha Kvaratskhelia, vængmann Georgíu og Ítalíumeistara Napolí, í 3. sætið. Fótbolti FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira
Athygli vakti að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var kjörinn besti leikmaður ársins en ekki til að mynda Erling Braut Håland sem stóð uppi sem Englands-, Evrópu-, bikar- og heimsmeistari félagsliða með Manchester City. Kosning FIFA verðlaunanna er áhugaverð en hún er fjórþætt og hefur hver „þáttur“ 25 prósent gildi í heildina. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða eru með kosningarétt, einn blaðamaður frá hverju landi er með kosningarétt og þá fá aðdáendur að kjósa í gegnum vefsíðu FIFA. Eru þrír leikmenn valdir, sá besti fær fimm stig, sá næstbesti þrjú stig og sá þriðji fær eitt stig. Búið er að opinbera hver kaus hvað en þar kemur fram að Argentínumaðurinn Messi og Norðmaðurinn Håland voru jafnir að stigum. Ef tveir efstu menn kjörsins eru jafnir að stigum er athugað hvor þeirra fékk oftar fimm stig, það er hvor var oftar í 1. sæti hjá þeim sem kusu. Þar hafði Messi betur og því var hann valinn leikmaður ársins hjá FIFA. Hann var þó ekki viðstaddur og tók Thierry Henry, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, við þeim fyrir hönd Argentínumannsins. Thierry Henry to his cohost Reshmin Chowdhury after accepting The Best award on Lionel Messi s behalf: You re a Spurs fan and you don t usually get your hands on a trophy so, I ll take this one pic.twitter.com/9PKTp1jgi0— B/R Football (@brfootball) January 15, 2024 Jóhannes Karl ósammála Aroni Einari og Víði Sig Alls höfðu þrír Íslendingar kosningarétt í karlaflokki. Það eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Messi is crowned #TheBest! Click here for more information. https://t.co/niVRuFY4lP pic.twitter.com/krIyrtkexL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Jóhannes Karl setti Lionel Messi í 1. sæti, þar á eftir komu Håland og Kevin De Bruyne, samherji hans hjá Man City. Þeir Aron Einar og Víðir voru báðir með Håland fyrstan á blaði en ósammála um hina tvo. Aron Einar setti Messi í annað sætið og Rodri, miðjumann Spánar og Man City í 3. sætið. á meðan Víðir setti De Bruyne í 2. sætið og svo Khvicha Kvaratskhelia, vængmann Georgíu og Ítalíumeistara Napolí, í 3. sætið.
Fótbolti FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira