Þriggja bíla árekstur við Hvalfjarðarveg Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 12:37 Nokkur bílaröð myndaðist vegna slyssins í morgun. Vísir/RAX Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll. Slasaðir hafa allir verið fluttir af vettvangi en lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna enn á vettvangi. Ásmundur segir ómögulegt að vita hvenær vegurinn verður opnaður á ný en að það verði ekki gert fyrr en vinnu er lokið. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að hjáleið sé um Hvalfjörð. „Það var alvarlegt slys, þetta voru þrjú ökutæki og það voru aðilar fluttir á sjúkrahús. Það er enn unnið á vettvangi,“ segir Ásmundur og að rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi og allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang þegar tilkynning um slysið barst í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hversu margir voru fluttir á slysadeild en segir að þegar hann hafi betri upplýsingar muni lögreglan birta tilkynningu um slysið á bæði heimasíðu lögreglunnar og á Facebook-síðu þeirra. Fram kom í frétt Vísis um slysið í morgun að þrír hafi alls verið fluttir á slysdeild. Einn úr flutningabíl og tveir úr fólksbíl. Það staðfesti Jens Heiðar Ragnarsson en hann er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Spurður um aðstæður á veginum segir Ásmundur að nú snjói en að það hafi ekki verið þannig í morgun þegar slysið átti sér stað. Þá viti hann ekki hvort það hafi verið hálka. „Ég á eftir að fá allar upplýsingar frá rannsakendum.“ UPPFÆRT Búið er að opna hringveginn aftur. Það var gert rétt fyrir klukkan 14 í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:07 þann 16.1.2024. Samgöngur Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Slasaðir hafa allir verið fluttir af vettvangi en lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna enn á vettvangi. Ásmundur segir ómögulegt að vita hvenær vegurinn verður opnaður á ný en að það verði ekki gert fyrr en vinnu er lokið. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að hjáleið sé um Hvalfjörð. „Það var alvarlegt slys, þetta voru þrjú ökutæki og það voru aðilar fluttir á sjúkrahús. Það er enn unnið á vettvangi,“ segir Ásmundur og að rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi og allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang þegar tilkynning um slysið barst í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hversu margir voru fluttir á slysadeild en segir að þegar hann hafi betri upplýsingar muni lögreglan birta tilkynningu um slysið á bæði heimasíðu lögreglunnar og á Facebook-síðu þeirra. Fram kom í frétt Vísis um slysið í morgun að þrír hafi alls verið fluttir á slysdeild. Einn úr flutningabíl og tveir úr fólksbíl. Það staðfesti Jens Heiðar Ragnarsson en hann er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Spurður um aðstæður á veginum segir Ásmundur að nú snjói en að það hafi ekki verið þannig í morgun þegar slysið átti sér stað. Þá viti hann ekki hvort það hafi verið hálka. „Ég á eftir að fá allar upplýsingar frá rannsakendum.“ UPPFÆRT Búið er að opna hringveginn aftur. Það var gert rétt fyrir klukkan 14 í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:07 þann 16.1.2024.
Samgöngur Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira