Takmarkanir á upplýsingaöflun um möguleg tengsl við hryðjuverkasamtök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 21:31 Runólfur Þórhallsson aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Upplýsingar um möguleg tengsl fólks, sem dvelur hér á landi, við hryðjuverkasamtök eru daglega í skoðun hjá lögreglu og verkefnið verður sífellt stærra, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn sem talinn er tengjast samtökunum ISIS var handtekinn fyrir helgi og sendur úr landi. Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Karlmaðurinn sem lögregla telur að sé meðlimur ISIS og var handtekinn á Akureyri á föstudag og fluttur til Grikklands kemur frá Írak og kom til landsins í september. Erlendir samstarfsaðilar lögreglunnar miðluðu upplýsingum um manninn til ríkislögreglustjóra í lok nóvember í kjölfar umsóknar hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Er grunur um að hann hafi verið að leggja á ráðin um eitthvað hér á landi? „Það eru ákveðnir þræðir í þessu máli sem við erum að skoða frekar,“ sagði Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra. En tekur fram að hættustigi vegna hryðjuverka hafi ekki verið breytt. Aðspurður hvaða þræði hann eigi við segist hann ekki getað tjáð sig nánar um það vegna rannsóknarhagsmuna. Takmarkanir á upplýsingaöflun vegna lagaumhverfis En það er ekki hægt að útiloka að hann hafi verið að skipuleggja eitthvað hér? „Við erum í þeirri stöðu hér að við erum með ákveðnar lagalegar takmarkanir á því hversu mikilla upplýsinga við getum aflað og stöndum dálítið að baki nágrannaþjóðum okkar hvað það varðar.“ Það hafi þó verið mat lögreglunnar miðað við þær upplýsingar sem hún gat aflað að samfélaginu stafaði ekki bein ógn af veru hans hér. Þurfi auknar heimildir til að rannsaka svona mál Runólfur segir hendur lögreglu að ákveðnu leyti bundnar þegar kemur að svona málum enda skorti lögreglu heimildir til jafns við hin Norðurlöndin. Því sé nauðsynlegt að endurskoða lagaumhverfið. „Hluti af þeim upplýsingum sem var miðlað til okkar voru með þeim hætti að við gátum ekki notað þær í lagalegri umgjörð hér á landi.“ Mikilvægt sé að frumvarp um afbrotavarnir verði afgreitt í þinginu. „Ég bendi á að það hafa orðið töluverðar samfélagsbreytingar hjá okkur.“ Hryðjuverkaógn vaxandi Tveir aðrir voru handteknir í lögregluaðgerðinni en síðar sleppt úr haldi. Aðspurður um tengsl þeirra við manninn segir Runólfur það enn til skoðunar. „Við teljum að það sé ekki nein almannaógn sem tengist því en það eru þarna ákveðnir rannsóknarhagsmunir sem við viljum vernda í bili.“ Bæta í mannskapinn Hryðjuverkaógn sé vaxandi í Evrópu enda hafi þekkt samtök hvatt til hryðjuverka á Vesturlönd. Aðspurður hvort lögregluna gruni að fleiri tengdir hryðjuverkjasamtökunum dvelji hér á landi segir hann ábendingar um það í stöðugri skoðun. „Við skulum segja að við séum að skoða upplýsingar á hverjum degi og erum að bæta við mannskap til að fara yfir þær upplýsingar sem við erum að meta á hverjum degi.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13 Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. 12. janúar 2024 16:13
Gætum séð aukningu í svipuðum aðgerðum og á Akureyri Handtaka manns á Akureyri sem er tengdur ISIS-hryðjuverkasamtökunum er einsdæmi hér á landi. Afbrotafræðingur segir aðgerðum sem þessari geta fjölgað hér á landi á næstu árum með fjölgun flóttamanna. 13. janúar 2024 13:01