Bjartari framtíð fyrir Grindvíkinga Ástþór Magnússon skrifar 17. janúar 2024 15:01 Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar