Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 11:29 Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður. Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður.
Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30