Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2024 17:46 Edda Björk hlaut í janúar tuttugu mánaða fangelsisdóm í Þingréttinum í Þelamörk. Vísir Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. „Ég er á flugvellinum á leiðinni heim. Mig langar bara að komast heim án þess að það sé vesen,“ sagði Edda Björk í samtali við blaðamann í dag á meðan hún beið á Gardermoen flugvellinum í Osló. Edda Björk var þann 11. janúar dæmd í tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Þelamörk í Noregi fyrir barnsrán. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljóna íslenskra króna. Í dómnum kom fram að aðgerðin, þar sem hún nam syni sína á brott og flutti þá til Íslands í einkaflugvél, hafi verið þaulskipulögð. Edda Björk hefur verið í gæsluvarðhaldi í Noregi frá því í nóvember þegar hún var handtekin á Íslandi og í kjölfarið framseld til Noregs. Samkvæmt samkomulagi norskra og íslenskra yfirvalda mun hún afplána dóminn á Íslandi. Hún segir síðustu átta vikur hafa verið erfiðar en að hún sé afskaplega þakklát fjölskyldu sinni og vinum fyrir allan stuðninginn sem þau hafa sýnt henni í gegnum allt ferlið. „Ég er ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt. Þetta var mjög erfitt og það er mjög skrítið að vera komin út,“ segir Edda Björk. Ekki tilbúin að bíða í gæsluvarðhaldi Hún áfrýjaði ekki niðurstöðu norskra dómstóla og segir mjög einfalda ástæðu fyrir því. „Ef ég hefði áfrýjað dómnum þá hefði ég setið úti í gæsluvarðhaldi þangað til málið yrði tekið fyrir. Það hefði getað tekið marga mánuði og ég var ekki tilbúin í það. Þetta var ekki góður dómur en ég var ekki tilbúin að sitja þarna og bíða í einhverja mánuði í gæsluvarðhaldi.“ Norskur lögmaður barnsföður hennar, Sjak R. Haaheim, sagði í tölvupósti til fréttastofu fyrr í dag að Edda Björk muni afplána sinn dóm í fangelsi en ekki í samfélagsþjónustu. Hún hafi verið dæmd til fangelsisvistar. Edda Björk segist í góðum samskiptum við fangelsismálayfirvöld á Íslandi og að ekkert hafi enn verið ákveðið í þessum málum. „Ég á bókaðan fund með þeim þegar ég er komin heim,“ segir Edda Björk. Ekki hafi verið ákveðið hvort að afplánun verði í fangelsi eða samfélagsþjónustu. Á vef Fangelsismálastofnunar segir um samfélagsþjónustu að framkvæmd hennar sé í höndum Fangelsismálastofnunar og að þeir sem dæmdir hafi verið í allt að 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi geti afplánað refsingu með samfélagsþjónustu uppfylli þeir öll skilyrði. Edda á enn eftir að ljúka afplánun dóms í samfélagsþjónustu sem hún hlaut árið 2019 fyrir að ræna drengjunum. Árið 2020 skilaði hún þeim ekki aftur í forsjá föður þeirra og fékk fyrir það sex mánaða óskilorðsbundinn dóm árið 2021. Norskur lögmaður Eddu Bjarkar, John Christian Elden, segir í svari til fréttastofu að það sé alfarið ákvörðun íslenskra fangelsismálayfirvalda hvernig afplánun fer fram. Hvað varðar endurkomubann til Noregs sem fjallað var um á vef Nútímans í gær segir hann að innflytjendayfirvöld í Noregi myndu taka þá ákvörðun síðar meir eftir sanngjarna málsmeðferð. Öryggisráðstafanir komi í veg fyrir þriðja barnsránið Edda Björk segist ekkert hafa frétt af sonum sínum og ekki hafa fengið að tala við þá síðan hún var sett í gæsluvarðhald. „Börnin eru sameinuð við föður sinn og vini sína. Þau töluðu ekki íslensku og leið eins og þau væru einangruð á meðan þrekraun þeirra stóð,“ sagði Haaheim í svari sínu til fréttastofu. Eins og fram hefur komið í fyrri fréttaflutningi er um að ræða þrjá drengi. Drengirnir flugu allir til Noregs með föður sínum þann 21. desember. Haaheim segir enn fremur að ýmsum öryggisráðstöfunum hafi verið komið á til að koma í veg fyrir að drengjunum yrði rænt í þriðja sinn. Hann segir að reynt verði að koma í veg fyrir að Edda og aðrir vitorðsmenn hennar geti tekið drengina aftur. „Ráðstafanirnar eru bæði opinberar og persónulegar. Nærsamfélagið er á varðbergi og verður það áfram.“ Edda Björk segist ekki hafa frétt af þessu en að ef svo er þá sé það þannig. „Ég verð á Íslandi og tek ekki þátt í því. Sá dagur kemur bara seinna að ég reyni að fá samband við þá. Það gerist ekki núna og ég veit það. Ég veit ekki neitt og fæ engar upplýsingar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hvernig staðan er.“ Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Krefjast þess að Edda Björk verði dæmd í sautján mánaða fangelsi Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Edda Björk Arnardóttir verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi. Þeir segja málið hafa verið föður barnanna afar þungbært. 21. desember 2023 06:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Ég er á flugvellinum á leiðinni heim. Mig langar bara að komast heim án þess að það sé vesen,“ sagði Edda Björk í samtali við blaðamann í dag á meðan hún beið á Gardermoen flugvellinum í Osló. Edda Björk var þann 11. janúar dæmd í tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Þelamörk í Noregi fyrir barnsrán. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljóna íslenskra króna. Í dómnum kom fram að aðgerðin, þar sem hún nam syni sína á brott og flutti þá til Íslands í einkaflugvél, hafi verið þaulskipulögð. Edda Björk hefur verið í gæsluvarðhaldi í Noregi frá því í nóvember þegar hún var handtekin á Íslandi og í kjölfarið framseld til Noregs. Samkvæmt samkomulagi norskra og íslenskra yfirvalda mun hún afplána dóminn á Íslandi. Hún segir síðustu átta vikur hafa verið erfiðar en að hún sé afskaplega þakklát fjölskyldu sinni og vinum fyrir allan stuðninginn sem þau hafa sýnt henni í gegnum allt ferlið. „Ég er ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt. Þetta var mjög erfitt og það er mjög skrítið að vera komin út,“ segir Edda Björk. Ekki tilbúin að bíða í gæsluvarðhaldi Hún áfrýjaði ekki niðurstöðu norskra dómstóla og segir mjög einfalda ástæðu fyrir því. „Ef ég hefði áfrýjað dómnum þá hefði ég setið úti í gæsluvarðhaldi þangað til málið yrði tekið fyrir. Það hefði getað tekið marga mánuði og ég var ekki tilbúin í það. Þetta var ekki góður dómur en ég var ekki tilbúin að sitja þarna og bíða í einhverja mánuði í gæsluvarðhaldi.“ Norskur lögmaður barnsföður hennar, Sjak R. Haaheim, sagði í tölvupósti til fréttastofu fyrr í dag að Edda Björk muni afplána sinn dóm í fangelsi en ekki í samfélagsþjónustu. Hún hafi verið dæmd til fangelsisvistar. Edda Björk segist í góðum samskiptum við fangelsismálayfirvöld á Íslandi og að ekkert hafi enn verið ákveðið í þessum málum. „Ég á bókaðan fund með þeim þegar ég er komin heim,“ segir Edda Björk. Ekki hafi verið ákveðið hvort að afplánun verði í fangelsi eða samfélagsþjónustu. Á vef Fangelsismálastofnunar segir um samfélagsþjónustu að framkvæmd hennar sé í höndum Fangelsismálastofnunar og að þeir sem dæmdir hafi verið í allt að 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi geti afplánað refsingu með samfélagsþjónustu uppfylli þeir öll skilyrði. Edda á enn eftir að ljúka afplánun dóms í samfélagsþjónustu sem hún hlaut árið 2019 fyrir að ræna drengjunum. Árið 2020 skilaði hún þeim ekki aftur í forsjá föður þeirra og fékk fyrir það sex mánaða óskilorðsbundinn dóm árið 2021. Norskur lögmaður Eddu Bjarkar, John Christian Elden, segir í svari til fréttastofu að það sé alfarið ákvörðun íslenskra fangelsismálayfirvalda hvernig afplánun fer fram. Hvað varðar endurkomubann til Noregs sem fjallað var um á vef Nútímans í gær segir hann að innflytjendayfirvöld í Noregi myndu taka þá ákvörðun síðar meir eftir sanngjarna málsmeðferð. Öryggisráðstafanir komi í veg fyrir þriðja barnsránið Edda Björk segist ekkert hafa frétt af sonum sínum og ekki hafa fengið að tala við þá síðan hún var sett í gæsluvarðhald. „Börnin eru sameinuð við föður sinn og vini sína. Þau töluðu ekki íslensku og leið eins og þau væru einangruð á meðan þrekraun þeirra stóð,“ sagði Haaheim í svari sínu til fréttastofu. Eins og fram hefur komið í fyrri fréttaflutningi er um að ræða þrjá drengi. Drengirnir flugu allir til Noregs með föður sínum þann 21. desember. Haaheim segir enn fremur að ýmsum öryggisráðstöfunum hafi verið komið á til að koma í veg fyrir að drengjunum yrði rænt í þriðja sinn. Hann segir að reynt verði að koma í veg fyrir að Edda og aðrir vitorðsmenn hennar geti tekið drengina aftur. „Ráðstafanirnar eru bæði opinberar og persónulegar. Nærsamfélagið er á varðbergi og verður það áfram.“ Edda Björk segist ekki hafa frétt af þessu en að ef svo er þá sé það þannig. „Ég verð á Íslandi og tek ekki þátt í því. Sá dagur kemur bara seinna að ég reyni að fá samband við þá. Það gerist ekki núna og ég veit það. Ég veit ekki neitt og fæ engar upplýsingar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hvernig staðan er.“
Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Krefjast þess að Edda Björk verði dæmd í sautján mánaða fangelsi Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Edda Björk Arnardóttir verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi. Þeir segja málið hafa verið föður barnanna afar þungbært. 21. desember 2023 06:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40
Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31
Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10
Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26
Krefjast þess að Edda Björk verði dæmd í sautján mánaða fangelsi Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Edda Björk Arnardóttir verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi. Þeir segja málið hafa verið föður barnanna afar þungbært. 21. desember 2023 06:44