Fjórði febrúar 2024 stór dagur fyrir gestgjafa HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 16:46 Gianni Infantino, forseti FIFA, og Victor Montagliani, forseti CONCACAF, bregða á leik í New York en þrjár þjóðir úr knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku hýsa næstu heimsmeistarakeppni. Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar að gefa út leikjadagskrána fyrir næstu heimsmeistarakeppni karla 4. febrúar næstkomandi. HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir tvö ár og það eru því þrjú knattspyrnusambönd að halda keppnina. Þetta verður stærsta heimsmeistarakeppni sögunnar enda fjölgar þátttökuþjóðum um sextán frá síðasta HM í Katar. Það kallar á alls konar nýjungar í leikjadagskránni sem gerir þessa útgáfu fróðlegri en ella. Mesta spennan er samt í kringum það hvar úrslitaleikurinn fer en ljóst er að hann fer fram í Bandaríkjunum. Nú stendur valið á milli tveggja risastórra NFL-leikvanga eða AT&T Stadium í Texas og MetLife Stadium í New Jersey. Báðar borgir hafa staðið í harðri kosningabaráttu til að hreppa hnossið. Þegar HM fór fram síðast í Bandaríkjunum fór úrslitaleikurinn fram á Rose Bowl í Pasadena í Kaliforníu. Fjölmiðlar hafa slúðrað um það að það væri búið að velja AT&T Stadium í Arlington í Texas fylki sem er heimavöllur Dallas Cowboys liðsins. Samkvæmt upplýsingum ESPN hefur hvorugum aðilanum þó verið tilkynnt um slíkt. Þetta verður fyrsta heimsmeistarakeppnina með 48 þjóðum og því verða sextán leikvellir notaðir í keppnina. Borgirnar sem fá leik eru Atlanta, Boston, Dallas, Houston, Kansas City, Los Angeles, Miami, New York/New Jersey, Philadelphia, San Francisco og Seattle í Bandaríkjunum; Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey Mexíkó og svo Toronto og Vancouver í Kanada. 2026 World Cup final venue to be revealed Feb. 4The match schedule for the 2026 FIFA World Cup in the United States, Mexico and Canada will be unveiled Feb. 4, FIFA announced Thursday.https://t.co/pUdr5ysj1G— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 18, 2024 HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira
HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir tvö ár og það eru því þrjú knattspyrnusambönd að halda keppnina. Þetta verður stærsta heimsmeistarakeppni sögunnar enda fjölgar þátttökuþjóðum um sextán frá síðasta HM í Katar. Það kallar á alls konar nýjungar í leikjadagskránni sem gerir þessa útgáfu fróðlegri en ella. Mesta spennan er samt í kringum það hvar úrslitaleikurinn fer en ljóst er að hann fer fram í Bandaríkjunum. Nú stendur valið á milli tveggja risastórra NFL-leikvanga eða AT&T Stadium í Texas og MetLife Stadium í New Jersey. Báðar borgir hafa staðið í harðri kosningabaráttu til að hreppa hnossið. Þegar HM fór fram síðast í Bandaríkjunum fór úrslitaleikurinn fram á Rose Bowl í Pasadena í Kaliforníu. Fjölmiðlar hafa slúðrað um það að það væri búið að velja AT&T Stadium í Arlington í Texas fylki sem er heimavöllur Dallas Cowboys liðsins. Samkvæmt upplýsingum ESPN hefur hvorugum aðilanum þó verið tilkynnt um slíkt. Þetta verður fyrsta heimsmeistarakeppnina með 48 þjóðum og því verða sextán leikvellir notaðir í keppnina. Borgirnar sem fá leik eru Atlanta, Boston, Dallas, Houston, Kansas City, Los Angeles, Miami, New York/New Jersey, Philadelphia, San Francisco og Seattle í Bandaríkjunum; Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey Mexíkó og svo Toronto og Vancouver í Kanada. 2026 World Cup final venue to be revealed Feb. 4The match schedule for the 2026 FIFA World Cup in the United States, Mexico and Canada will be unveiled Feb. 4, FIFA announced Thursday.https://t.co/pUdr5ysj1G— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 18, 2024
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira