Stærstu heræfingar NATO í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 07:55 Þýskir og litháenskir hermenn á æfingu í Litháen í fyrra. Um níutíu þúsund hermenn verða á ferð og flugi um Evrópu næstu mánuði í umfangsmestu æfingum Atlantshafsbandalagsins í fjörutíu ár. EPA-EFE/VALDA KALNINA Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. Æfingarnar bera nafnið Steadfast Defender 24 og munu eiga sér stað vísvegar um Evrópu. Þær munu meðal annars leika eftir átök á meginlandinu, í austurhluta Evrópu, og þá munu flotar NATO æfa birgðaflutninga yfir Atlantshafið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Steadfast Defender er haldin árlega en umfang æfinganna er að þessu sinni miklu meira en áður. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði á dögunum að æfingarnar væru þær stærstu hjá NATO í fjörutíu ár. Í frétt Reuters segir að síðasta sambærilega heræfing NATO hafi farið fram árið 1988 og kallast Reforger en að henni komu um 125 þúsund hermenn. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Þrír af æðstu hernaðarleiðtogar Atlantshafsbandalagins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO, er lengst til hægri. Í miðjunni er aðmírállinn Rob Bauer, forseti herráðs NATO, og til hægri er þýski herforinginn Chris Badia.AP/Virginia Mayo Markmiðið er að sýna að að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, hefur Finnland gengið til liðs við bandalagið og Svíar hafa einnig sótt um inngöngu. Bandalagið hefur aukið varnir sínar í Austur-Evrópu og heræfingunum er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að innrás í aðildarríki sé ekki í boði. Exercise #SteadfastDefender24 will be the largest NATO exercise in decades, with 90,000 forces from all 31 Allies and Sweden.It will demonstrate our transatlantic unity, strength, and ability to deploy forces rapidly, across thousands of kilometres, in any conditions pic.twitter.com/S0maGowj9A— NATO (@NATO) January 19, 2024 Christopher Cavoli, æðsti herforingi NATO, segir að æfingarnar muni líkja eftir átökum við andstæðing með álíka hernaðargetu og bandalagið. Þær muni sýna fram á styrk aðildarríkja, samstöðu og viljafestu í sameiginlegum vörnum. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Frá æfingu NATO á Ítalíu í fyrra.EPA/GIUSEPPE LAMI Samkvæmt svörum talsmanns utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis munu æfingar ekki fara fram hjá á Íslandi. Fulltrúar Íslands í herstjórnarkerfi NATO, í SHAPE í Belgíu, Norfolk í Bandaríkjunum og Northwood í Bretlandi, munu þó koma að undirbúningi æfinga og framkvæmd. Líklegt er að einhver aukning verði í umferð herskipa og herflugvéla á Norður-Atlanshafi á meðan á æfingunum stendur. @NATO's biggest exercise in decades, #SteadfastDefender24, will showcase in the upcoming months the Alliance's unwavering commitment to collective defence and its ability to protect 1 billion Allied citizens pic.twitter.com/3zD2swlAFR— SHAPE_NATO Allied Command Operations (@SHAPE_NATO) January 19, 2024 NATO Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fleiri fréttir Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Sjá meira
Æfingarnar bera nafnið Steadfast Defender 24 og munu eiga sér stað vísvegar um Evrópu. Þær munu meðal annars leika eftir átök á meginlandinu, í austurhluta Evrópu, og þá munu flotar NATO æfa birgðaflutninga yfir Atlantshafið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Steadfast Defender er haldin árlega en umfang æfinganna er að þessu sinni miklu meira en áður. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði á dögunum að æfingarnar væru þær stærstu hjá NATO í fjörutíu ár. Í frétt Reuters segir að síðasta sambærilega heræfing NATO hafi farið fram árið 1988 og kallast Reforger en að henni komu um 125 þúsund hermenn. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Þrír af æðstu hernaðarleiðtogar Atlantshafsbandalagins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO, er lengst til hægri. Í miðjunni er aðmírállinn Rob Bauer, forseti herráðs NATO, og til hægri er þýski herforinginn Chris Badia.AP/Virginia Mayo Markmiðið er að sýna að að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, hefur Finnland gengið til liðs við bandalagið og Svíar hafa einnig sótt um inngöngu. Bandalagið hefur aukið varnir sínar í Austur-Evrópu og heræfingunum er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að innrás í aðildarríki sé ekki í boði. Exercise #SteadfastDefender24 will be the largest NATO exercise in decades, with 90,000 forces from all 31 Allies and Sweden.It will demonstrate our transatlantic unity, strength, and ability to deploy forces rapidly, across thousands of kilometres, in any conditions pic.twitter.com/S0maGowj9A— NATO (@NATO) January 19, 2024 Christopher Cavoli, æðsti herforingi NATO, segir að æfingarnar muni líkja eftir átökum við andstæðing með álíka hernaðargetu og bandalagið. Þær muni sýna fram á styrk aðildarríkja, samstöðu og viljafestu í sameiginlegum vörnum. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Frá æfingu NATO á Ítalíu í fyrra.EPA/GIUSEPPE LAMI Samkvæmt svörum talsmanns utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis munu æfingar ekki fara fram hjá á Íslandi. Fulltrúar Íslands í herstjórnarkerfi NATO, í SHAPE í Belgíu, Norfolk í Bandaríkjunum og Northwood í Bretlandi, munu þó koma að undirbúningi æfinga og framkvæmd. Líklegt er að einhver aukning verði í umferð herskipa og herflugvéla á Norður-Atlanshafi á meðan á æfingunum stendur. @NATO's biggest exercise in decades, #SteadfastDefender24, will showcase in the upcoming months the Alliance's unwavering commitment to collective defence and its ability to protect 1 billion Allied citizens pic.twitter.com/3zD2swlAFR— SHAPE_NATO Allied Command Operations (@SHAPE_NATO) January 19, 2024
NATO Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fleiri fréttir Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Sjá meira