Stærstu heræfingar NATO í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 07:55 Þýskir og litháenskir hermenn á æfingu í Litháen í fyrra. Um níutíu þúsund hermenn verða á ferð og flugi um Evrópu næstu mánuði í umfangsmestu æfingum Atlantshafsbandalagsins í fjörutíu ár. EPA-EFE/VALDA KALNINA Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. Æfingarnar bera nafnið Steadfast Defender 24 og munu eiga sér stað vísvegar um Evrópu. Þær munu meðal annars leika eftir átök á meginlandinu, í austurhluta Evrópu, og þá munu flotar NATO æfa birgðaflutninga yfir Atlantshafið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Steadfast Defender er haldin árlega en umfang æfinganna er að þessu sinni miklu meira en áður. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði á dögunum að æfingarnar væru þær stærstu hjá NATO í fjörutíu ár. Í frétt Reuters segir að síðasta sambærilega heræfing NATO hafi farið fram árið 1988 og kallast Reforger en að henni komu um 125 þúsund hermenn. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Þrír af æðstu hernaðarleiðtogar Atlantshafsbandalagins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO, er lengst til hægri. Í miðjunni er aðmírállinn Rob Bauer, forseti herráðs NATO, og til hægri er þýski herforinginn Chris Badia.AP/Virginia Mayo Markmiðið er að sýna að að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, hefur Finnland gengið til liðs við bandalagið og Svíar hafa einnig sótt um inngöngu. Bandalagið hefur aukið varnir sínar í Austur-Evrópu og heræfingunum er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að innrás í aðildarríki sé ekki í boði. Exercise #SteadfastDefender24 will be the largest NATO exercise in decades, with 90,000 forces from all 31 Allies and Sweden.It will demonstrate our transatlantic unity, strength, and ability to deploy forces rapidly, across thousands of kilometres, in any conditions pic.twitter.com/S0maGowj9A— NATO (@NATO) January 19, 2024 Christopher Cavoli, æðsti herforingi NATO, segir að æfingarnar muni líkja eftir átökum við andstæðing með álíka hernaðargetu og bandalagið. Þær muni sýna fram á styrk aðildarríkja, samstöðu og viljafestu í sameiginlegum vörnum. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Frá æfingu NATO á Ítalíu í fyrra.EPA/GIUSEPPE LAMI Samkvæmt svörum talsmanns utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis munu æfingar ekki fara fram hjá á Íslandi. Fulltrúar Íslands í herstjórnarkerfi NATO, í SHAPE í Belgíu, Norfolk í Bandaríkjunum og Northwood í Bretlandi, munu þó koma að undirbúningi æfinga og framkvæmd. Líklegt er að einhver aukning verði í umferð herskipa og herflugvéla á Norður-Atlanshafi á meðan á æfingunum stendur. @NATO's biggest exercise in decades, #SteadfastDefender24, will showcase in the upcoming months the Alliance's unwavering commitment to collective defence and its ability to protect 1 billion Allied citizens pic.twitter.com/3zD2swlAFR— SHAPE_NATO Allied Command Operations (@SHAPE_NATO) January 19, 2024 NATO Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Æfingarnar bera nafnið Steadfast Defender 24 og munu eiga sér stað vísvegar um Evrópu. Þær munu meðal annars leika eftir átök á meginlandinu, í austurhluta Evrópu, og þá munu flotar NATO æfa birgðaflutninga yfir Atlantshafið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Steadfast Defender er haldin árlega en umfang æfinganna er að þessu sinni miklu meira en áður. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði á dögunum að æfingarnar væru þær stærstu hjá NATO í fjörutíu ár. Í frétt Reuters segir að síðasta sambærilega heræfing NATO hafi farið fram árið 1988 og kallast Reforger en að henni komu um 125 þúsund hermenn. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Þrír af æðstu hernaðarleiðtogar Atlantshafsbandalagins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO, er lengst til hægri. Í miðjunni er aðmírállinn Rob Bauer, forseti herráðs NATO, og til hægri er þýski herforinginn Chris Badia.AP/Virginia Mayo Markmiðið er að sýna að að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, hefur Finnland gengið til liðs við bandalagið og Svíar hafa einnig sótt um inngöngu. Bandalagið hefur aukið varnir sínar í Austur-Evrópu og heræfingunum er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að innrás í aðildarríki sé ekki í boði. Exercise #SteadfastDefender24 will be the largest NATO exercise in decades, with 90,000 forces from all 31 Allies and Sweden.It will demonstrate our transatlantic unity, strength, and ability to deploy forces rapidly, across thousands of kilometres, in any conditions pic.twitter.com/S0maGowj9A— NATO (@NATO) January 19, 2024 Christopher Cavoli, æðsti herforingi NATO, segir að æfingarnar muni líkja eftir átökum við andstæðing með álíka hernaðargetu og bandalagið. Þær muni sýna fram á styrk aðildarríkja, samstöðu og viljafestu í sameiginlegum vörnum. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Frá æfingu NATO á Ítalíu í fyrra.EPA/GIUSEPPE LAMI Samkvæmt svörum talsmanns utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis munu æfingar ekki fara fram hjá á Íslandi. Fulltrúar Íslands í herstjórnarkerfi NATO, í SHAPE í Belgíu, Norfolk í Bandaríkjunum og Northwood í Bretlandi, munu þó koma að undirbúningi æfinga og framkvæmd. Líklegt er að einhver aukning verði í umferð herskipa og herflugvéla á Norður-Atlanshafi á meðan á æfingunum stendur. @NATO's biggest exercise in decades, #SteadfastDefender24, will showcase in the upcoming months the Alliance's unwavering commitment to collective defence and its ability to protect 1 billion Allied citizens pic.twitter.com/3zD2swlAFR— SHAPE_NATO Allied Command Operations (@SHAPE_NATO) January 19, 2024
NATO Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira