Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 19. janúar 2024 16:20 „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær,“ segir Hildur Margrét. Landsbankinn/Björn Steinbekk Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira