Heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu í nýju frumvarpi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 17:59 Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, stendur að baki frumvarpinu sem var að lenda í samráðsgátt. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hefur birt drög um lokað búsetuúrræði vegna útlendinga sem „eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið“ í samráðsgátt. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu á meðan málsmeðferð á stendur. Drögin birtust í Samráðsgátt í dag og óskar dómsmálaráðuneytið þar eftir umsögnum um drögin. „Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir í drögunum. Verið sé að hverfa frá gildandi lögum sem kveði á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald. Einnig segir að vistun í lokaðri búsetu verði eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst sé að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Ekki hægt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu Frumvarpið kveður einnig á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Eingöngu verði heimilt að vista börn í lokaðri búsetu ef þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur séu jafnframt gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu, strangari kröfur séu gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þurfi meðalhófs við ákvarðanatöku. Innleiðing á brottvísunartilskipun Þrjár helstu ástæðurnar fyrir frumvarpinu eru tíndar til neðst í drögunum. Í fyrsta lagi sé ekki talið „forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið“ Innleiða þurfi að fullu „svokallaða brottvísunartilskipun“ Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Bregðast þurfi við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við núverandi fyrirkomulag þar sem útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Drögin birtust í Samráðsgátt í dag og óskar dómsmálaráðuneytið þar eftir umsögnum um drögin. „Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir í drögunum. Verið sé að hverfa frá gildandi lögum sem kveði á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald. Einnig segir að vistun í lokaðri búsetu verði eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst sé að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Ekki hægt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu Frumvarpið kveður einnig á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Eingöngu verði heimilt að vista börn í lokaðri búsetu ef þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur séu jafnframt gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu, strangari kröfur séu gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þurfi meðalhófs við ákvarðanatöku. Innleiðing á brottvísunartilskipun Þrjár helstu ástæðurnar fyrir frumvarpinu eru tíndar til neðst í drögunum. Í fyrsta lagi sé ekki talið „forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið“ Innleiða þurfi að fullu „svokallaða brottvísunartilskipun“ Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Bregðast þurfi við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við núverandi fyrirkomulag þar sem útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira