Það var David Ornstein, blaðamaður The Athletic, sem greindi fyrst frá þessu. Í frétt miðilsins segir að um óvænt tíðindi séu að ræða. Berrada tekur við starfi Richard Arnold sem var látinn taka poka sinn eftir að Jim Ratcliffe og INEOS festu kaup á 25 prósent hluta í félaginu.
EXCLUSIVE: Man Utd to name Man City s Omar Berrada as new CEO. Led by INEOS with Glazer backing. Will take exec leadership of football + business, seat on board + report to owners. Highly regarded & many will see as major coup @TheAthleticFC #MUFC #MCFC https://t.co/qEAfDwFZIi
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 20, 2024
Síðan þá hefur félagið sjálft staðfest komu Berrada. Hann er talinn ein helsta ástæða þess að Man City hefur náð þeim árangri sem raun ber vitni undanfarin ár. Man United vildi einhvern sem hefur náð árangri innan vallar en er að sama skapi fær þegar kemur að viðskiptahlið knattspyrnunnar.
We are pleased to announce the appointment of Omar Berrada as our new Chief Executive Officer.#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) January 20, 2024
Berrada, sem hefur einnig starfað fyrir Barcelona, mun vera viðloðandi bæði hjá Man United sem og hann mun fá sæti í stjórn félagsins og vera í beinum samskiptum við eigendur félagsins, það er Glazer-fjölskylduna sem á enn 75 prósent hlut í Man Utd.