AC Milan með dramatískan sigur eftir að Maignan var beittur kynþáttaníði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 22:00 Mike Maignan varð fyrir barðinu á rasistum í kvöld. EPA-EFE/GABRIELE MENIS AC Milan vann gríðarlega dramatískan 3-2 sigur á Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn tafðist um tíu mínútur vegna kynþáttaníðs í garð Mike Maignan, markmanns AC Milan. Atvikið átti sér stað snemma leiks og tafði það leikinn um tíu mínútur. Hvað leikinn varðar þá kom Ruben Loftus-Cheek gestunum yfir eftir rúman hálftíma en Lazar Samardžić jafnaði áður en fyrri hálfleik var lokið. Florian Thauvin skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið eftir rétt rúman klukkutíma. Udinese-AC Milan game has been suspended for 10 minutes due to racist chants from Udinese fans to Mike Maignan.Maignan told the referee first then he decided to leave the pitch.French GK returned after 10 mins as game restarted.What a shame. We re with you, Mike pic.twitter.com/N5wHdzbf7t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2024 Á 83. mínútu jafnaði Luka Jović metin fyrir gestina frá Mílanó. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan tíma skoraði Noah Okafor sigurmarkið eftir undirbúning Oliver Giroud, lokatölur 3-2 gestunum í vil. Eftir dramatískan sigur er AC Milan í 3. sæit með 45 stig, sex á eftir toppliði Inter. Udinese er í 17. sæti með 18 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fyrr í dag fór annar leikur fram, þar vann Roma 2-1 sigur á Hellas Verona. Var þetta fyrsti leikur Rómverja síðan José Mourinho var látinn taka poka sinn. Þá var þetta fyrsti leikur þeirra undir stjórn Daniele De Rossi. Rómverjar skoruðu tvö á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og lögðu þar með grunn að góðum sigri. Romelu Lukaku braut ísinn á 19. mínútu og stuttu síðar tvöfaldaði Lorenzo Pellegrini forystuna. Staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik en hún fór forgörðum. Michael Folorunsho minnkaði hins vegar muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 2-1. Roma nú í 8. sæti með 32 stig, aðeins tveimur minna en Fiorentina í 4. sætinu sem á þó leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Atvikið átti sér stað snemma leiks og tafði það leikinn um tíu mínútur. Hvað leikinn varðar þá kom Ruben Loftus-Cheek gestunum yfir eftir rúman hálftíma en Lazar Samardžić jafnaði áður en fyrri hálfleik var lokið. Florian Thauvin skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið eftir rétt rúman klukkutíma. Udinese-AC Milan game has been suspended for 10 minutes due to racist chants from Udinese fans to Mike Maignan.Maignan told the referee first then he decided to leave the pitch.French GK returned after 10 mins as game restarted.What a shame. We re with you, Mike pic.twitter.com/N5wHdzbf7t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2024 Á 83. mínútu jafnaði Luka Jović metin fyrir gestina frá Mílanó. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan tíma skoraði Noah Okafor sigurmarkið eftir undirbúning Oliver Giroud, lokatölur 3-2 gestunum í vil. Eftir dramatískan sigur er AC Milan í 3. sæit með 45 stig, sex á eftir toppliði Inter. Udinese er í 17. sæti með 18 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fyrr í dag fór annar leikur fram, þar vann Roma 2-1 sigur á Hellas Verona. Var þetta fyrsti leikur Rómverja síðan José Mourinho var látinn taka poka sinn. Þá var þetta fyrsti leikur þeirra undir stjórn Daniele De Rossi. Rómverjar skoruðu tvö á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og lögðu þar með grunn að góðum sigri. Romelu Lukaku braut ísinn á 19. mínútu og stuttu síðar tvöfaldaði Lorenzo Pellegrini forystuna. Staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik en hún fór forgörðum. Michael Folorunsho minnkaði hins vegar muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 2-1. Roma nú í 8. sæti með 32 stig, aðeins tveimur minna en Fiorentina í 4. sætinu sem á þó leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira