AC Milan með dramatískan sigur eftir að Maignan var beittur kynþáttaníði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 22:00 Mike Maignan varð fyrir barðinu á rasistum í kvöld. EPA-EFE/GABRIELE MENIS AC Milan vann gríðarlega dramatískan 3-2 sigur á Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn tafðist um tíu mínútur vegna kynþáttaníðs í garð Mike Maignan, markmanns AC Milan. Atvikið átti sér stað snemma leiks og tafði það leikinn um tíu mínútur. Hvað leikinn varðar þá kom Ruben Loftus-Cheek gestunum yfir eftir rúman hálftíma en Lazar Samardžić jafnaði áður en fyrri hálfleik var lokið. Florian Thauvin skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið eftir rétt rúman klukkutíma. Udinese-AC Milan game has been suspended for 10 minutes due to racist chants from Udinese fans to Mike Maignan.Maignan told the referee first then he decided to leave the pitch.French GK returned after 10 mins as game restarted.What a shame. We re with you, Mike pic.twitter.com/N5wHdzbf7t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2024 Á 83. mínútu jafnaði Luka Jović metin fyrir gestina frá Mílanó. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan tíma skoraði Noah Okafor sigurmarkið eftir undirbúning Oliver Giroud, lokatölur 3-2 gestunum í vil. Eftir dramatískan sigur er AC Milan í 3. sæit með 45 stig, sex á eftir toppliði Inter. Udinese er í 17. sæti með 18 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fyrr í dag fór annar leikur fram, þar vann Roma 2-1 sigur á Hellas Verona. Var þetta fyrsti leikur Rómverja síðan José Mourinho var látinn taka poka sinn. Þá var þetta fyrsti leikur þeirra undir stjórn Daniele De Rossi. Rómverjar skoruðu tvö á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og lögðu þar með grunn að góðum sigri. Romelu Lukaku braut ísinn á 19. mínútu og stuttu síðar tvöfaldaði Lorenzo Pellegrini forystuna. Staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik en hún fór forgörðum. Michael Folorunsho minnkaði hins vegar muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 2-1. Roma nú í 8. sæti með 32 stig, aðeins tveimur minna en Fiorentina í 4. sætinu sem á þó leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Atvikið átti sér stað snemma leiks og tafði það leikinn um tíu mínútur. Hvað leikinn varðar þá kom Ruben Loftus-Cheek gestunum yfir eftir rúman hálftíma en Lazar Samardžić jafnaði áður en fyrri hálfleik var lokið. Florian Thauvin skoraði svo það sem reyndist sigurmarkið eftir rétt rúman klukkutíma. Udinese-AC Milan game has been suspended for 10 minutes due to racist chants from Udinese fans to Mike Maignan.Maignan told the referee first then he decided to leave the pitch.French GK returned after 10 mins as game restarted.What a shame. We re with you, Mike pic.twitter.com/N5wHdzbf7t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2024 Á 83. mínútu jafnaði Luka Jović metin fyrir gestina frá Mílanó. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan tíma skoraði Noah Okafor sigurmarkið eftir undirbúning Oliver Giroud, lokatölur 3-2 gestunum í vil. Eftir dramatískan sigur er AC Milan í 3. sæit með 45 stig, sex á eftir toppliði Inter. Udinese er í 17. sæti með 18 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Fyrr í dag fór annar leikur fram, þar vann Roma 2-1 sigur á Hellas Verona. Var þetta fyrsti leikur Rómverja síðan José Mourinho var látinn taka poka sinn. Þá var þetta fyrsti leikur þeirra undir stjórn Daniele De Rossi. Rómverjar skoruðu tvö á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og lögðu þar með grunn að góðum sigri. Romelu Lukaku braut ísinn á 19. mínútu og stuttu síðar tvöfaldaði Lorenzo Pellegrini forystuna. Staðan 2-0 í hálfleik. Gestirnir fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik en hún fór forgörðum. Michael Folorunsho minnkaði hins vegar muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks en nær komust gestirnir ekki, lokatölur 2-1. Roma nú í 8. sæti með 32 stig, aðeins tveimur minna en Fiorentina í 4. sætinu sem á þó leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira