McBurnie tryggði Sheffield stig í ótrúlegum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 16:05 Oliver McBurnie reyndist hetja Sheffield United í dag. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Oliver McBurnie tryggði Sheffield United eitt stig með marki af vítapunktinum er liðið tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í ótrúlegum leik í dag. Það voru heimamenn í Sheffield United sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestirnir fengu einnig sín færi og Maxwel Cornet kom West Ham yfir með hnitmiðuðu skoti á 28. mínútu leiksins. Ben Brereton Diaz jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið af miklu harðfylgi á 44. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að dró til tíðinda á ný. Danny Ings fékk þá boltann og gerði vel í að koma sér inn á teig þar sem hann var svo tekinn niður og vítaspyrna dæmd. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Varamaðurinn Rhian Brewster gerði svo að lokum lítið úr möguleikum heimamanna á því að stela stigi úr leiknum þegar hann fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir groddalega tæklingu á Emerson. Vladimir Coufal sá reyndar til þess að jafnt var í liðunum seinustu sekúndur leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot á sjöundu mínútu uppbótartíma, en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir brot Brewster á Emerson. Upp úr aukaspyrnunni komu heimamenn boltanum inn á teig þar sem Alphonse Areola fór í úthlaup, braut á Oliver McBurnie og vítaspyrna dæmd. Areola meiddist í úthlaupinu og Lukasz Fabianski kom inn á til að freista þess að verja spyrnuna á tólftu mínútu uppbótartíma. McBurnie fór sjálfur á puntkinn og tryggði heimamönnum dramatískt stig. MCBURNIEEEEEEE!!!!!! pic.twitter.com/CzbWfRKcmc— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 21, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í ótrúlegum leik. West Ham situr í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 21 leik. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með tíu stig. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Það voru heimamenn í Sheffield United sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestirnir fengu einnig sín færi og Maxwel Cornet kom West Ham yfir með hnitmiðuðu skoti á 28. mínútu leiksins. Ben Brereton Diaz jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið af miklu harðfylgi á 44. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að dró til tíðinda á ný. Danny Ings fékk þá boltann og gerði vel í að koma sér inn á teig þar sem hann var svo tekinn niður og vítaspyrna dæmd. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Varamaðurinn Rhian Brewster gerði svo að lokum lítið úr möguleikum heimamanna á því að stela stigi úr leiknum þegar hann fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir groddalega tæklingu á Emerson. Vladimir Coufal sá reyndar til þess að jafnt var í liðunum seinustu sekúndur leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot á sjöundu mínútu uppbótartíma, en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir brot Brewster á Emerson. Upp úr aukaspyrnunni komu heimamenn boltanum inn á teig þar sem Alphonse Areola fór í úthlaup, braut á Oliver McBurnie og vítaspyrna dæmd. Areola meiddist í úthlaupinu og Lukasz Fabianski kom inn á til að freista þess að verja spyrnuna á tólftu mínútu uppbótartíma. McBurnie fór sjálfur á puntkinn og tryggði heimamönnum dramatískt stig. MCBURNIEEEEEEE!!!!!! pic.twitter.com/CzbWfRKcmc— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 21, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í ótrúlegum leik. West Ham situr í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 21 leik. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með tíu stig.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira