Segir almannavarnir fara offari og opna eigi Grindavík á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 18:59 Pípulagningamenn og aðrir viðbragðsaðilar hafi verið í Grindavík undanfarna daga við að yfirfara hús. Þá var Bláa lónið opnað í gær. Hins vegar er bærinn enn formlega lokaður. Vísir/Björn Steinbekk Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood, segir aðgerðastjórn almannavarna fara offari í lokunum í Grindavík og að opna eigi bæinn á ný. Stefán skrifar Facebook-færslu í dag um lokanir í Grindavík. Hann segir þar að Grindvíkingar séu vanir náttúruöflunum og hættum og kunni að varast þær. Girða þurfi að hættuleg sprungusvæði og hleypa íbúum Grindavíkur aftur heim til að athuga með sín hús og ná í sínar búslóðir ef þeir vilja. „Heilu hverfin í Grindavík eru meira og minna hættulítil eða hættulaus, nánast er hægt að keyra allar götur, almenn skynsemi, lífsreynsla og varkárni er það eina sem þarf,“ skrifar hann í færsluni. Alið sé á ótta með fréttaflutningi Fyrirtæki hafi opnað sinn rekstur og keypt inn hráefni sem séu nú ónýt af því ekki mátti bjarga vörunum. Fiskvinnslur og ferskfiskvinnslur hafi hafið starfsemi sína en nú liggi vörur upp á tugi tonna undir skemmdum. „Þetta er allt lokað enn þann dag í dag,“ skrifar Stefán. Fréttamenn og aðrir valsi um svæðin og hnjóta um grjót eða stígi í holur og skrifaðar séu dramafréttir sem séu ekki lýsandi fyrir ástand Grindavíkur en valda ugg og kvíða. Bærinn sé víða skemmdur og mörg hús sprungin ónýt en langstærsti hluti fasteigna sé óskemmdur og íbúðarhæfur þegar lagnir séu komnar í lag. „Það sagði mér björgunarsveitarmaður fyrir vestan að ef í dag myndi falla snjóflóð myndi enginn bjargast. Tíminn sem Almannavarnir tæki til að meta aðstæður og að koma með hættumat ylli því,“ skrifar Stefán í færslunni og bætir við að lokum að almannavarnir og aðgerðastjórn fari offari í lokunum. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Stefán skrifar Facebook-færslu í dag um lokanir í Grindavík. Hann segir þar að Grindvíkingar séu vanir náttúruöflunum og hættum og kunni að varast þær. Girða þurfi að hættuleg sprungusvæði og hleypa íbúum Grindavíkur aftur heim til að athuga með sín hús og ná í sínar búslóðir ef þeir vilja. „Heilu hverfin í Grindavík eru meira og minna hættulítil eða hættulaus, nánast er hægt að keyra allar götur, almenn skynsemi, lífsreynsla og varkárni er það eina sem þarf,“ skrifar hann í færsluni. Alið sé á ótta með fréttaflutningi Fyrirtæki hafi opnað sinn rekstur og keypt inn hráefni sem séu nú ónýt af því ekki mátti bjarga vörunum. Fiskvinnslur og ferskfiskvinnslur hafi hafið starfsemi sína en nú liggi vörur upp á tugi tonna undir skemmdum. „Þetta er allt lokað enn þann dag í dag,“ skrifar Stefán. Fréttamenn og aðrir valsi um svæðin og hnjóta um grjót eða stígi í holur og skrifaðar séu dramafréttir sem séu ekki lýsandi fyrir ástand Grindavíkur en valda ugg og kvíða. Bærinn sé víða skemmdur og mörg hús sprungin ónýt en langstærsti hluti fasteigna sé óskemmdur og íbúðarhæfur þegar lagnir séu komnar í lag. „Það sagði mér björgunarsveitarmaður fyrir vestan að ef í dag myndi falla snjóflóð myndi enginn bjargast. Tíminn sem Almannavarnir tæki til að meta aðstæður og að koma með hættumat ylli því,“ skrifar Stefán í færslunni og bætir við að lokum að almannavarnir og aðgerðastjórn fari offari í lokunum.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira