Sextán ára snillingur á Selfossi í andlitsmyndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2024 20:30 Auður Elísabet Þórðardóttir, sem er aðeins 16 ára og málar fallegar andlitsmyndir heima hjá sér og annað, sem hún hefur gaman af því að mála. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sextán ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála andlitsmyndir af fólki því hún hefur náð svo flottum árangri með myndirnar sína. Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira
Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira