Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 18:30 Elvar Örn Jónsson fékk mikið hrós í þættinum. Vísir/Vilhelm „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Sjá meira
Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Sjá meira