Samkennd er samfélagsleg verðmæti Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2024 10:31 Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta. Húsin standa yfirgefin, skólar eru tómir, vinnustaðurinn lokaður, félagslíf tætt, tómstundir, róluvöllurinn, göngustígurinn, garðurinn, heimilið... öllu var kippt undan fótunum í einu vettvangi, bókstaflega. Íslendingar þekkja því miður alltof vel til náttúrunnar og hversu óblíð hún getur verið. Í gegnum aldirnar höfum við upplifað eldsumbrot, skriðuföll, snjóflóð, sjávarháska og jarðskjálfta svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur byggst upp harðgert og traust samfélag þar sem samkenndin er grunnstilling og það þarf ekki mikið til að öll óeining sé lögð til hliðar þegar þörf er á og samfélagið leggist allt á eitt, óháð efnahag, stétt eða stöðu, til að hlúa að hvert öðru og leysa sameiginlega þau verkefni sem að steðja. Nú veltum við fyrir okkur framtíð bæjarfélagsins Grindavíkur en ekki síður samfélagsins þar. Ríkisstjórnin hefur nálgast spurningarnar um framtíð Grindavíkur með því að virkja kosti samfélagsins til að komast að þeirri niðurstöðu sem er best fyrir sem flest. Aðgerðirnar hafa frá byrjun einkennst af virðingu fyrir vilja Grindvíkinga og verið metnar út frá samtölum við íbúana fyrst og fremst. Það er mikilvægt að íbúar Grindavíkur, eins og íbúar Vestmannaeyja fyrir hálfri öld, fái tíma, þolinmæði og stuðning í fordæmafáum aðstæðum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum unnið að því að gefa samfélaginu í Grindavík færi á skjóli og andrými á meðan þau takast á við það flókna verkefni að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína. Samfélag er nefnilega ekki bara landafræðileg staðsetning húsa. Samfélag er sameiginleg hugmynd um hagsmuni, um jöfnuð og systkinalag, sameiginlega sjóði sem ráðstafað er til verkefna sem gagnast öllum, sameiginlega framtíðarsýn. Helstu verðmæti samfélags er ekki gatnakerfi eða innviðir, þó það sé vissulega mikilvægt, heldur samfélagsvitund og samkennd. Í Vestmannaeyjum var bæjarfélag endurbyggt a hrauninu. Hver svo sem niðurstaðan verður um framtíð Grindavíkur þá á samfélagið þar stuðning stærra samfélagsins, ríkisstjórnarinnar og okkar allra, vísan. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta. Húsin standa yfirgefin, skólar eru tómir, vinnustaðurinn lokaður, félagslíf tætt, tómstundir, róluvöllurinn, göngustígurinn, garðurinn, heimilið... öllu var kippt undan fótunum í einu vettvangi, bókstaflega. Íslendingar þekkja því miður alltof vel til náttúrunnar og hversu óblíð hún getur verið. Í gegnum aldirnar höfum við upplifað eldsumbrot, skriðuföll, snjóflóð, sjávarháska og jarðskjálfta svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur byggst upp harðgert og traust samfélag þar sem samkenndin er grunnstilling og það þarf ekki mikið til að öll óeining sé lögð til hliðar þegar þörf er á og samfélagið leggist allt á eitt, óháð efnahag, stétt eða stöðu, til að hlúa að hvert öðru og leysa sameiginlega þau verkefni sem að steðja. Nú veltum við fyrir okkur framtíð bæjarfélagsins Grindavíkur en ekki síður samfélagsins þar. Ríkisstjórnin hefur nálgast spurningarnar um framtíð Grindavíkur með því að virkja kosti samfélagsins til að komast að þeirri niðurstöðu sem er best fyrir sem flest. Aðgerðirnar hafa frá byrjun einkennst af virðingu fyrir vilja Grindvíkinga og verið metnar út frá samtölum við íbúana fyrst og fremst. Það er mikilvægt að íbúar Grindavíkur, eins og íbúar Vestmannaeyja fyrir hálfri öld, fái tíma, þolinmæði og stuðning í fordæmafáum aðstæðum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum unnið að því að gefa samfélaginu í Grindavík færi á skjóli og andrými á meðan þau takast á við það flókna verkefni að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína. Samfélag er nefnilega ekki bara landafræðileg staðsetning húsa. Samfélag er sameiginleg hugmynd um hagsmuni, um jöfnuð og systkinalag, sameiginlega sjóði sem ráðstafað er til verkefna sem gagnast öllum, sameiginlega framtíðarsýn. Helstu verðmæti samfélags er ekki gatnakerfi eða innviðir, þó það sé vissulega mikilvægt, heldur samfélagsvitund og samkennd. Í Vestmannaeyjum var bæjarfélag endurbyggt a hrauninu. Hver svo sem niðurstaðan verður um framtíð Grindavíkur þá á samfélagið þar stuðning stærra samfélagsins, ríkisstjórnarinnar og okkar allra, vísan. Höfundur er þingmaður VG.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun