Færri leituðu til Stígamóta og fækkar á biðlista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2024 11:54 Drífa Snædal tók við sem talskona Stígamóta árið 2023. vísir/vilhelm Færri einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2023 en árin tvö þar á undan. Þá hefur fækkað nokkuð á biðlista sem lengdist töluvert árin 2021 og 2022. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Stígamóta. Þar segir að 839 manns hafi leitað til samtakanna í fyrra en Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi. Af þeim fjölda leituðu 373 til samtakanna í fyrsta skipti. Heildarfjöldi ráðgjafarviðtala á síðasta ári var 3.212 en hjá Stígamótum vinna að jafnaði tíu til ellefu ráðgjafar. Í tilkynningu frá Stígamótum segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, að í lok árs 2023 hafi ráðgjöfum verið fjölgað tímabundið til að vinna niður biðlista. Hlutastörf og fæðingarorlof í upphafi árs höfðu áhrif á viðveru ráðgjafa. Um nýliðin áramót voru 169 manns á biðlista hjá Stígamótum samanborið við 235 og 200 áramótin tvö á undan. „Þetta þýðir að enn er rúmlega tveggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali hjá Stígamótum þó vissulega séu gerðar undantekningar ef málin þola enga bið. Það á einkum við um ungar konur, brotaþolar hvers mál eru í hámæli í fjölmiðlum og þeirri streitu sem því fylgir og fólk sem eru að reyna að brjótast úr vændi. “ Færri leituðu til Stígamóta í fyrra en árin tvö á undan. Stígamót hafa síðustu ár boðið uppá viðtöl við aðstandendur brotaþola og á síðasta ári leituðu 102 nýir aðstandendur til Stígamóta. „Eðli málsins samkvæmt fá þeir ekki mörg viðtöl hver, en það getur verið gríðarleg hjálp fyrir brotaþola að nánustu aðstandendur komi, þó ekki sé nema í eitt skipti til að fá ráðgjöf um afleiðingar kynferðisbrota.“ Drífa segir að í kjölfar aukinnar umræðu og þekkingar á ofbeldismálum með fjölda lítilla og stórra byltinga upp úr árinu 2016 hafi ásókn til Stígamóta aukist mjög hressilega. Aðsókn hafi haldist mikil og stöðug síðustu árin. „Það var brotið blað í sögu Stígamóta þegar nauðsynlegt reyndist að koma upp biðlista árið 2020 og síðan hefur verið sífelld barátta að stytta hann og útrýma. Ráðgjöfum hefur fjölgað síðustu ár og hefur það verið fjármagnað með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Án þeirra fengju helmingi færri brotaþolar aðstoð hjá Stígamótum á hverju ári.“ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41 Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Stígamóta. Þar segir að 839 manns hafi leitað til samtakanna í fyrra en Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi. Af þeim fjölda leituðu 373 til samtakanna í fyrsta skipti. Heildarfjöldi ráðgjafarviðtala á síðasta ári var 3.212 en hjá Stígamótum vinna að jafnaði tíu til ellefu ráðgjafar. Í tilkynningu frá Stígamótum segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, að í lok árs 2023 hafi ráðgjöfum verið fjölgað tímabundið til að vinna niður biðlista. Hlutastörf og fæðingarorlof í upphafi árs höfðu áhrif á viðveru ráðgjafa. Um nýliðin áramót voru 169 manns á biðlista hjá Stígamótum samanborið við 235 og 200 áramótin tvö á undan. „Þetta þýðir að enn er rúmlega tveggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali hjá Stígamótum þó vissulega séu gerðar undantekningar ef málin þola enga bið. Það á einkum við um ungar konur, brotaþolar hvers mál eru í hámæli í fjölmiðlum og þeirri streitu sem því fylgir og fólk sem eru að reyna að brjótast úr vændi. “ Færri leituðu til Stígamóta í fyrra en árin tvö á undan. Stígamót hafa síðustu ár boðið uppá viðtöl við aðstandendur brotaþola og á síðasta ári leituðu 102 nýir aðstandendur til Stígamóta. „Eðli málsins samkvæmt fá þeir ekki mörg viðtöl hver, en það getur verið gríðarleg hjálp fyrir brotaþola að nánustu aðstandendur komi, þó ekki sé nema í eitt skipti til að fá ráðgjöf um afleiðingar kynferðisbrota.“ Drífa segir að í kjölfar aukinnar umræðu og þekkingar á ofbeldismálum með fjölda lítilla og stórra byltinga upp úr árinu 2016 hafi ásókn til Stígamóta aukist mjög hressilega. Aðsókn hafi haldist mikil og stöðug síðustu árin. „Það var brotið blað í sögu Stígamóta þegar nauðsynlegt reyndist að koma upp biðlista árið 2020 og síðan hefur verið sífelld barátta að stytta hann og útrýma. Ráðgjöfum hefur fjölgað síðustu ár og hefur það verið fjármagnað með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Án þeirra fengju helmingi færri brotaþolar aðstoð hjá Stígamótum á hverju ári.“
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01 Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41 Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ 21. janúar 2024 08:01
Segir Borgarleikhúsið ekki virða óskir þolenda Heiðars Talskona Stígamóta segir leikstjóra og leikskáld verksins Lúnu, áður Kvöldstund með Heiðari snyrti, og Borgarleikhúsið ekki fara með rétt mál hvað varðar viðhorf og aðkomu þolenda Heiðars að sýningunni og innihaldi hennar. 16. janúar 2024 10:41
Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10. janúar 2024 18:26