Tjaldið tekið niður Jón Þór Stefánsson skrifar 24. janúar 2024 14:00 Tjaldið hefur staðið við Alþingishúsið í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. „Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
„Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40