Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður Gunnar Úlfarsson skrifar 24. janúar 2024 16:01 Undanfarna mánuði og jafnvel rúmt ár hefur oft verið deilt um kaup og kjör í fjölmiðlum. Eykst það gjarnan þegar fundahöld í tengslum við kjaraviðræður færast yfir í Karphúsið. Inn á milli stífra funda heyrast svo gjarnan einhliða yfirlýsingar um að það sé einum eða öðrum að kenna að viðræður séu komnar í strand. Minna fer þó fyrir rökstuðningi fyrir þessum fullyrðingum. Hér eru nokkrar staðreyndir inn í þá umræðu. 1. Ein mesta lífskjarasókn Íslandssögunnar stendur yfir Við erum á tímabili einnar mestu lífskjarasóknar Íslandssögunnar. Undanfarinn áratug hafa laun hækkað umfram verðbólgu samfleytt frá árinu 2011. Lífskjarasóknin fólst því í miklum kaupmáttarvexti á tímabili mikils stöðugleika. Þótt hægst hafi á vexti kaupmáttar þá hefur hann ekki dregist saman, eitthvað sem öðrum þjóðum hefur ekki tekist enda hefur kaupmáttur minnkað í flestum nágrannaríkjum á undanförnum tveimur árum.[1] 2. Aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum er mikil Á undanförnum árum hefur aðkoma stjórnvalda að kjarasamningagerð aukist til muna. Fjöldi loforða við gerð kjarasamninga hefur aukist nokkuð frá aldamótum og hafa þau aldrei verið fleiri en á samningstímabilinu 2015 – 2019. Í tengslum við gerð Þjóðarsáttar árið 1990 gáfu stjórnvöld sex fyrirheit til að styðja við yfirlýst markmið samninganna; að ná niður verðbólgunni. Árið 1992 sömdu aðilar vinnumarkaðarins um að laun myndu standa í stað næstu tvö árin, en á móti kæmu stjórnvöld með fjölda aðgerða til að styrkja kaupmátt launa. Frá árinu 2019 hefur launavísitalan hækkað um 44% og ekki að sjá að fjölgun loforða hafi komið í stað launahækkana. Í stað þess að beita sér fyrir miðstýringu á markaði með miklum inngripum ættu stjórnvöld frekar að beita sér fyrir hagfelldri umgjörð atvinnurekstrar. Þannig má skapa svigrúm fyrir fyrirtæki að auka framleiðni í sínum rekstri. Það stuðlar svo að því að launþegar og vinnuveitendur geti samið sín á milli um hvernig framleiðnivextinum er ráðstafað. Að mati Viðskiptaráðs ber að lágmarka aðkomu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. 3. Staða ríkissjóðs hefur mikið að segja um þróun verðbólgu Eftir þensluhvetjandi tilhögun ríkisfjármála undanfarin fimm ár var loks boðað aðhald í fjárlögum þessa árs. Dugði aðhaldsstigið þó skammt til að vinna gegn uppsöfnuðum áhrifum í kerfinu og hvatti Viðskiptaráð stjórnvöld til að stíga stærri skref til að ná verðbólguhorfum niður. Staða ríkisfjármála hefur nefnilega mikil áhrif á hvernig verðbólga þróast og þar með stýrivextir. Nú stöndum við frammi fyrir því mikilvæga verkefni að bregðast við áföllunum sem dunið hafa yfir á Reykjanesi undanfarna mánuði. Aðgerðir til handa Grindvíkingum kalla á aukin útgjöld og óljóst hver endanlegur kostnaður ríkissjóðs verður. Þó svo að staðan sé ekki sú sama og þá, má rifja upp hvernig verðbólgan þróaðist í kjölfar eldgossins í Heimaey árið 1973. Líkt og nú hafði verðbólga verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið en jókst til muna í kjölfarið. Hún var tæp 8% árið fyrir gosið en var komin yfir 50% árið eftir. Áætla má að áhrif aukinna ríkisútgjalda hafi aukið á verðbólguvandann.[2] Augljóslega voru mun fleiri og jafnvel öflugri kraftar að verki á þessum tíma en leiða má líkur að því aðeldgosið og viðbrögðin í kjölfarið hafi ekki hjálpað í baráttunni við verðbólgudrauginn. Sé markmið kjarasamninga að ná niður bæði verðbólgu og vöxtum er ljóst að kröfur um tugmilljarða fjárútlát samhliða aðgerðum vegna umbrota í Grindavík munu beinlínis vinna gegn því. Skoðanir fólks í Karphúsinu duga ekki einar sér til að breyta þessu efnahagslögmáli. 4. Launakostnaður atvinnurekenda er tvöfaldur á við útborguð laun Bilið milli útborgaðra launa og launakostnaðar atvinnurekenda er ansi breitt og þeim sem greiða út launin er jafnframt skylt að innheimta flest þessara gjalda. Til að geta boðið starfsmanni 685 þúsund krónur í grunnlaun, sem voru meðalgrunnlaun ársins 2022, þarf að leggja út því sem nemur ríflega milljón á mánuði. Eftir lögboðnar skatt- og lífeyrisgreiðslur starfsmanna fær viðkomandi starfsmaður því innan við helming af launakostnaði útgreiddan, eða 484 þúsund krónur. Í tilfelli meðalgrunnlauna 2022 nemur launafleygurinn því um 550 þúsund krónum.[3] Að mati Viðskiptaráðs leynast víða tækifæri til að vænka hag launafólks án þess að auka kostnað atvinnurekenda. Það má gera með því að draga úr þeim fleyg sem rekinn er má milli starfsmanna og atvinnurekenda og hækka grunnlaun sem því nemur. Í fyrsta lagi má lækka tryggingagjaldið, sem er einfaldlega skattur á að hafa fólk í vinnu. Í öðru lagi mætti lækka tekjuskatt og útsvar sveitarfélaga. Svo að aðgerðirnar skili sér í raunverulegum kjarabótum þarf að fylgja samstaða um að hið opinbera dragi úr útgjöldum á móti. Þó svo að staðan sem nú er uppi í Grindavík kalli á aukin útgjöld má huga að þessari útfærslu þegar aðstæður leyfa. 5. Hófstilltir kjarasamningar draga úr verðbólgu Ásýnd um framvindu kjarasamninga og síðar endanleg niðurstaða mun hafa mikið að segja um hvernig tekst að ná tökum á verðbólgunni. Allt spilar þetta inn í verðbólguvæntingarnar, þ.e. hvernig heimili og fyrirtæki búast við því að verðbólgan þróist með tímanum. Geri þau ráð fyrir síhækkandi verðlagi í sinni áætlanagerð er þeim mun líklegra að væntingarnar raungerist. Til dæmis er einstaklingur líklegri til að krefjast hærri launa ef hann býst við mikilli verðbólgu. Það stuðlar síðan að hærra verðlægi þar sem launakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður fyrirtækja. Að öllu virtu er ljóst að ábyrgð þeirra sem sitja við samningsborðið í kjaraviðræðum er mikil. Kjarasamningar geta því hæglega unnið að því að ná bæði verðbólgu og vöxtum niður en yfirlýsingar um að samningsaðilar hafi misst trú á verkefninu færa okkur fjær þeim markmiðum. Í gær, 23. janúar, sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Vísi „Ég er farinn að efast um að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi hreinlega trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum hratt og örugglega. Og það er sérstaklega dapurlegt því auðvitað er það hlutverk stjórnvalda að leiða slíkt verkefni og róa að því öllum árum að hér náist stöðugleiki í okkar samfélagi og vextir og verðbólga fari niður.“ Vert er að benda Ragnari Þór á að það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins ná ábyrgum kjarasamningum sem stuðla að lækkun verðbólgu, enda er það sameiginlegt hagsmunamál allra í samfélaginu. Stjórnvöld geta vissulega stutt við þá vinnu, með aðhaldssamri ríkisfjármála- og peningastefnu, en þegar kemur að samningum á almennum vinnumarkaði eru það hann og félagar hans í verkalýðshreyfingunni, ásamt Samtökum atvinnulífsins, sem eru í bílstjórasætinu. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [1] Sjá staðreynd Viðskiptaráðs frá 4. október 2023 “Stöndum vörð um árangur á vinnumarkaði”. [2] Sjá nánari skýringu á Vísindavefnum. [3] Byggir á nýjustu rannsókn Hagstofunnar á launakostnaði hérlendis (2020). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði og jafnvel rúmt ár hefur oft verið deilt um kaup og kjör í fjölmiðlum. Eykst það gjarnan þegar fundahöld í tengslum við kjaraviðræður færast yfir í Karphúsið. Inn á milli stífra funda heyrast svo gjarnan einhliða yfirlýsingar um að það sé einum eða öðrum að kenna að viðræður séu komnar í strand. Minna fer þó fyrir rökstuðningi fyrir þessum fullyrðingum. Hér eru nokkrar staðreyndir inn í þá umræðu. 1. Ein mesta lífskjarasókn Íslandssögunnar stendur yfir Við erum á tímabili einnar mestu lífskjarasóknar Íslandssögunnar. Undanfarinn áratug hafa laun hækkað umfram verðbólgu samfleytt frá árinu 2011. Lífskjarasóknin fólst því í miklum kaupmáttarvexti á tímabili mikils stöðugleika. Þótt hægst hafi á vexti kaupmáttar þá hefur hann ekki dregist saman, eitthvað sem öðrum þjóðum hefur ekki tekist enda hefur kaupmáttur minnkað í flestum nágrannaríkjum á undanförnum tveimur árum.[1] 2. Aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum er mikil Á undanförnum árum hefur aðkoma stjórnvalda að kjarasamningagerð aukist til muna. Fjöldi loforða við gerð kjarasamninga hefur aukist nokkuð frá aldamótum og hafa þau aldrei verið fleiri en á samningstímabilinu 2015 – 2019. Í tengslum við gerð Þjóðarsáttar árið 1990 gáfu stjórnvöld sex fyrirheit til að styðja við yfirlýst markmið samninganna; að ná niður verðbólgunni. Árið 1992 sömdu aðilar vinnumarkaðarins um að laun myndu standa í stað næstu tvö árin, en á móti kæmu stjórnvöld með fjölda aðgerða til að styrkja kaupmátt launa. Frá árinu 2019 hefur launavísitalan hækkað um 44% og ekki að sjá að fjölgun loforða hafi komið í stað launahækkana. Í stað þess að beita sér fyrir miðstýringu á markaði með miklum inngripum ættu stjórnvöld frekar að beita sér fyrir hagfelldri umgjörð atvinnurekstrar. Þannig má skapa svigrúm fyrir fyrirtæki að auka framleiðni í sínum rekstri. Það stuðlar svo að því að launþegar og vinnuveitendur geti samið sín á milli um hvernig framleiðnivextinum er ráðstafað. Að mati Viðskiptaráðs ber að lágmarka aðkomu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. 3. Staða ríkissjóðs hefur mikið að segja um þróun verðbólgu Eftir þensluhvetjandi tilhögun ríkisfjármála undanfarin fimm ár var loks boðað aðhald í fjárlögum þessa árs. Dugði aðhaldsstigið þó skammt til að vinna gegn uppsöfnuðum áhrifum í kerfinu og hvatti Viðskiptaráð stjórnvöld til að stíga stærri skref til að ná verðbólguhorfum niður. Staða ríkisfjármála hefur nefnilega mikil áhrif á hvernig verðbólga þróast og þar með stýrivextir. Nú stöndum við frammi fyrir því mikilvæga verkefni að bregðast við áföllunum sem dunið hafa yfir á Reykjanesi undanfarna mánuði. Aðgerðir til handa Grindvíkingum kalla á aukin útgjöld og óljóst hver endanlegur kostnaður ríkissjóðs verður. Þó svo að staðan sé ekki sú sama og þá, má rifja upp hvernig verðbólgan þróaðist í kjölfar eldgossins í Heimaey árið 1973. Líkt og nú hafði verðbólga verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið en jókst til muna í kjölfarið. Hún var tæp 8% árið fyrir gosið en var komin yfir 50% árið eftir. Áætla má að áhrif aukinna ríkisútgjalda hafi aukið á verðbólguvandann.[2] Augljóslega voru mun fleiri og jafnvel öflugri kraftar að verki á þessum tíma en leiða má líkur að því aðeldgosið og viðbrögðin í kjölfarið hafi ekki hjálpað í baráttunni við verðbólgudrauginn. Sé markmið kjarasamninga að ná niður bæði verðbólgu og vöxtum er ljóst að kröfur um tugmilljarða fjárútlát samhliða aðgerðum vegna umbrota í Grindavík munu beinlínis vinna gegn því. Skoðanir fólks í Karphúsinu duga ekki einar sér til að breyta þessu efnahagslögmáli. 4. Launakostnaður atvinnurekenda er tvöfaldur á við útborguð laun Bilið milli útborgaðra launa og launakostnaðar atvinnurekenda er ansi breitt og þeim sem greiða út launin er jafnframt skylt að innheimta flest þessara gjalda. Til að geta boðið starfsmanni 685 þúsund krónur í grunnlaun, sem voru meðalgrunnlaun ársins 2022, þarf að leggja út því sem nemur ríflega milljón á mánuði. Eftir lögboðnar skatt- og lífeyrisgreiðslur starfsmanna fær viðkomandi starfsmaður því innan við helming af launakostnaði útgreiddan, eða 484 þúsund krónur. Í tilfelli meðalgrunnlauna 2022 nemur launafleygurinn því um 550 þúsund krónum.[3] Að mati Viðskiptaráðs leynast víða tækifæri til að vænka hag launafólks án þess að auka kostnað atvinnurekenda. Það má gera með því að draga úr þeim fleyg sem rekinn er má milli starfsmanna og atvinnurekenda og hækka grunnlaun sem því nemur. Í fyrsta lagi má lækka tryggingagjaldið, sem er einfaldlega skattur á að hafa fólk í vinnu. Í öðru lagi mætti lækka tekjuskatt og útsvar sveitarfélaga. Svo að aðgerðirnar skili sér í raunverulegum kjarabótum þarf að fylgja samstaða um að hið opinbera dragi úr útgjöldum á móti. Þó svo að staðan sem nú er uppi í Grindavík kalli á aukin útgjöld má huga að þessari útfærslu þegar aðstæður leyfa. 5. Hófstilltir kjarasamningar draga úr verðbólgu Ásýnd um framvindu kjarasamninga og síðar endanleg niðurstaða mun hafa mikið að segja um hvernig tekst að ná tökum á verðbólgunni. Allt spilar þetta inn í verðbólguvæntingarnar, þ.e. hvernig heimili og fyrirtæki búast við því að verðbólgan þróist með tímanum. Geri þau ráð fyrir síhækkandi verðlagi í sinni áætlanagerð er þeim mun líklegra að væntingarnar raungerist. Til dæmis er einstaklingur líklegri til að krefjast hærri launa ef hann býst við mikilli verðbólgu. Það stuðlar síðan að hærra verðlægi þar sem launakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður fyrirtækja. Að öllu virtu er ljóst að ábyrgð þeirra sem sitja við samningsborðið í kjaraviðræðum er mikil. Kjarasamningar geta því hæglega unnið að því að ná bæði verðbólgu og vöxtum niður en yfirlýsingar um að samningsaðilar hafi misst trú á verkefninu færa okkur fjær þeim markmiðum. Í gær, 23. janúar, sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Vísi „Ég er farinn að efast um að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi hreinlega trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum hratt og örugglega. Og það er sérstaklega dapurlegt því auðvitað er það hlutverk stjórnvalda að leiða slíkt verkefni og róa að því öllum árum að hér náist stöðugleiki í okkar samfélagi og vextir og verðbólga fari niður.“ Vert er að benda Ragnari Þór á að það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins ná ábyrgum kjarasamningum sem stuðla að lækkun verðbólgu, enda er það sameiginlegt hagsmunamál allra í samfélaginu. Stjórnvöld geta vissulega stutt við þá vinnu, með aðhaldssamri ríkisfjármála- og peningastefnu, en þegar kemur að samningum á almennum vinnumarkaði eru það hann og félagar hans í verkalýðshreyfingunni, ásamt Samtökum atvinnulífsins, sem eru í bílstjórasætinu. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. [1] Sjá staðreynd Viðskiptaráðs frá 4. október 2023 “Stöndum vörð um árangur á vinnumarkaði”. [2] Sjá nánari skýringu á Vísindavefnum. [3] Byggir á nýjustu rannsókn Hagstofunnar á launakostnaði hérlendis (2020).
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun