Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:30 Viðmælendur dagsins voru á sama máli hvað varðar þátttöku Íslands í Eurovision í ár. Vísir Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði. Í gær tilkynntu stjórnendur hjá Ríkisútvarpinu að þátttaka Íslands í Eurovision í Malmö í maí myndi skýrast almennilega að Söngvakeppni sjónvarpsins lokinni. Alla jafna er sú keppni undankeppni Íslands fyrir Eurovision en með þessu hefur RÚV rofið þau beinu tengsl. Söngvakeppnin fer fram óháð þátttöku Íslands í Eurovision. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun RÚV. Einhverjir vilja meina að þarna sé Ríkisútvarpið að leggja ábyrgðina á herðar keppandans sem endar á að vinna Söngvakeppnina. Ákvörðunin verður hans. En þá er spurningin, ætti Ísland að taka þátt og breytir þessi ákvörðun RÚV einhverju? Fréttamaður spurði nokkra vegfarendur í dag og fékk eftirfarandi svör. „Nei, mér finnst það ekki,“ segir Haukur Logi. „Ekki meðan Ísraelar eru þátttökuþjóð. Þá er ég alfarið á móti því. “ Finnst þér það breyta einhverju að Eurovision og Söngvakeppnin séu aðskildar? „Nei, mér finnst það bara vera skrípaleikur að gera þetta á þann hátt sem þeir ætla að gera þetta.“ Ingibjörg segir ásandið ljótt. Vísir Ingibjörgu Lilju Jónsdóttur finnst heldur ekki að Ísland eigi að taka þátt í keppninni. Hvers vegna? „Bara, sýna samstöðu í heiminum. Þetta er svolítið ljótt ástand. Og bara sýna samstöðu og vera saman í þessu. Það eru ekki allir sammála,“ segir Ingibjörg. Peningunum betur varið „Mér finnst allt í lagi að halda Söngvakeppnina hérna heima, bara fyrir okkur. En mér finnst að við ættum að draga okkur til hliðar,“ segir Elín Sigurvinsdóttir. Gabriela Maria Skibinska tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta bara fáránlegt. Mér finnst eins og RÚV sé að láta aðilann sem vinnur taka ákvörðun og blame-a hann. Og ef hann ákveður að taka þátt þá er hann vondi gaurinn og ef hann tekur ekki þátt er hann líka vondi gaurinn. En RÚV þarf ekki að taka afstöðu til málanna.“ Gunnar segir peningunum betur varið í eitthvað annað. Vísir Gunnar Ingi Jones telur heldur ekki að Ísland ætti að taka þátt í Eurovision. „Eiginlega ekki sko. Mér líður eins og peningarnir gætu farið á betri stað þetta árið,“ segir hann. Óvæntar vendingar urðu í dag þegar greint var frá því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvarkeppninni hér á landi. Hvort það muni breyta afstöðu fólks til þátttöku Íslands skýrist væntanlega á næstu dögum. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Í gær tilkynntu stjórnendur hjá Ríkisútvarpinu að þátttaka Íslands í Eurovision í Malmö í maí myndi skýrast almennilega að Söngvakeppni sjónvarpsins lokinni. Alla jafna er sú keppni undankeppni Íslands fyrir Eurovision en með þessu hefur RÚV rofið þau beinu tengsl. Söngvakeppnin fer fram óháð þátttöku Íslands í Eurovision. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun RÚV. Einhverjir vilja meina að þarna sé Ríkisútvarpið að leggja ábyrgðina á herðar keppandans sem endar á að vinna Söngvakeppnina. Ákvörðunin verður hans. En þá er spurningin, ætti Ísland að taka þátt og breytir þessi ákvörðun RÚV einhverju? Fréttamaður spurði nokkra vegfarendur í dag og fékk eftirfarandi svör. „Nei, mér finnst það ekki,“ segir Haukur Logi. „Ekki meðan Ísraelar eru þátttökuþjóð. Þá er ég alfarið á móti því. “ Finnst þér það breyta einhverju að Eurovision og Söngvakeppnin séu aðskildar? „Nei, mér finnst það bara vera skrípaleikur að gera þetta á þann hátt sem þeir ætla að gera þetta.“ Ingibjörg segir ásandið ljótt. Vísir Ingibjörgu Lilju Jónsdóttur finnst heldur ekki að Ísland eigi að taka þátt í keppninni. Hvers vegna? „Bara, sýna samstöðu í heiminum. Þetta er svolítið ljótt ástand. Og bara sýna samstöðu og vera saman í þessu. Það eru ekki allir sammála,“ segir Ingibjörg. Peningunum betur varið „Mér finnst allt í lagi að halda Söngvakeppnina hérna heima, bara fyrir okkur. En mér finnst að við ættum að draga okkur til hliðar,“ segir Elín Sigurvinsdóttir. Gabriela Maria Skibinska tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta bara fáránlegt. Mér finnst eins og RÚV sé að láta aðilann sem vinnur taka ákvörðun og blame-a hann. Og ef hann ákveður að taka þátt þá er hann vondi gaurinn og ef hann tekur ekki þátt er hann líka vondi gaurinn. En RÚV þarf ekki að taka afstöðu til málanna.“ Gunnar segir peningunum betur varið í eitthvað annað. Vísir Gunnar Ingi Jones telur heldur ekki að Ísland ætti að taka þátt í Eurovision. „Eiginlega ekki sko. Mér líður eins og peningarnir gætu farið á betri stað þetta árið,“ segir hann. Óvæntar vendingar urðu í dag þegar greint var frá því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvarkeppninni hér á landi. Hvort það muni breyta afstöðu fólks til þátttöku Íslands skýrist væntanlega á næstu dögum.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10