„Sá á öllu fasi hans hvað þetta skipti hann ógeðslega miklu máli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Aron Pálmarsson var mjög svekktur í leiklok þrátt fyrir sigur. Sigurinn var ekki nógu stór og íslenska liðið komst ekki í umspil Ólympíuleikana. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flott fyrirliðamót og leiddi íslenska liðið á Evrópumótinu í handbolta. Aron fékk líka hrós frá strákunum í Besta sætinu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira