Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 12:00 Plymouth Rock hænur þóttu líklegar til að gera stöðu íslensku landnámshænunnar enn erfiðari og var beiðni um innflutning á frjóum eggjum þeirra því hafnað. Getty/Sven-Erik Arndt Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum.
Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira