Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Sæberg skrifar 25. janúar 2024 16:56 Umferðin hefur verið þung seinni partinn. Vísir/Sigurjón Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. „Það eru erfið akstursskilyrði, bæði fyrir ökutæki og líka aðra sem eru þátttakendur í umferð, reiðhjól og fótgangandi. Við höfum fengið dálítið af tilkynningum um umferðaróhöpp en sem betur fer eru engin alvarleg slys í þessu,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á ferð um borgina á þremur til fjórum sjúkrabílum, þar sem þeir fara á vettvang árekstra og umferðarslysa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir ekki ljóst hvort einhver hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árekstrarnir séu margir. Ríkisútvarpið hefur eftir Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Áreksturs.is, að tilkynningar um umferðaróhöpp til fyrirtækisins hlaupa á tugum. Þá segir Árni að rafmagnsleysið í Reykjavík, í kringum klukkan 16, hafi vissulega haft áhrif á umferð, hægt á henni, en umferðaröngþveitið sé aðallega snjókomubakkanum, sem kom yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi, um að kenna. Mjög hált hafi orðið á vegum, gangstéttum og hjólastígum. Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið. Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum. Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á. Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega. Fréttin var uppfærð með tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Veður Færð á vegum Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Það eru erfið akstursskilyrði, bæði fyrir ökutæki og líka aðra sem eru þátttakendur í umferð, reiðhjól og fótgangandi. Við höfum fengið dálítið af tilkynningum um umferðaróhöpp en sem betur fer eru engin alvarleg slys í þessu,“ segir Árni í samtali við Vísi. Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á ferð um borgina á þremur til fjórum sjúkrabílum, þar sem þeir fara á vettvang árekstra og umferðarslysa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir ekki ljóst hvort einhver hafi verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en árekstrarnir séu margir. Ríkisútvarpið hefur eftir Kristjáni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Áreksturs.is, að tilkynningar um umferðaróhöpp til fyrirtækisins hlaupa á tugum. Þá segir Árni að rafmagnsleysið í Reykjavík, í kringum klukkan 16, hafi vissulega haft áhrif á umferð, hægt á henni, en umferðaröngþveitið sé aðallega snjókomubakkanum, sem kom yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi, um að kenna. Mjög hált hafi orðið á vegum, gangstéttum og hjólastígum. Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið. Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum. Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á. Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega. Fréttin var uppfærð með tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Veður Færð á vegum Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira