Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2024 20:41 Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Stöð 2 Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“ Reykjavík Orkumál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“
Reykjavík Orkumál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent