Segist ekki vanhæf vegna „harla óvenjulegs“ tölvupósts Ómars Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 16:35 Ómar R. Valdimarsson við dómsupphvaðningu í Bankastræti Club-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms. Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms.
Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira