Hrósar Hákoni í hástert: „Markvörður með allan pakkann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 23:31 Sænski knattspyrnusérfræðingurinn Adam Fröberg er hrifinn af því sem hann hefur séð frá Hákoni Rafni Valdimarssyni sem í dag skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Adam Fröberg, blaðamaður hjá sænska miðlinum Fotbollskanalen, segir í viðtali við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford að Hákon Rafn Valdimarsson sé „markvörður með allan pakkann.“ Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn