Segja Rashford hafa sést á skemmtistað áður en hann hringdi sig inn veikan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 22:45 Rashford hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Marcus Rashford var hvergi sjáanlegur þegar Manchester United æfði á föstudag en liðið mætir Newport County í ensku bikarkeppninni á morgun, sunnudag. Rashford hringdi sig inn veikan en sást á skemmistað á aðfaranótt föstudags samkvæmt frétt The Athletic. Mikið hefur verið um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum Man United í vetur. Sem stendur er FA Cup, enska bikarkeppnin, eini raunsæi möguleiki liðsins á titli á leiktíðinni. The Athletic greinir frá því að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum. Marcus Rashford went out in Belfast the night before reporting himself as too ill to attend Manchester United training on Friday.#MUFC | #PL More from @lauriewhitwell, @mjcritchley and @Dan_Sheldon_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2024 Man United vissi að hinn 26 ára gamli Rashford væri í N-Írlandi á miðvikudagskvöldið en Athletic hefur fengið staðfestingu þess efnis að hann hafi einnig verið úti að skemmta sér á fimmtudagskvöldinu. Hann sneri svo til baka til Manchester með einkaþotu snemma á föstudeginum. Bæði Man United sem og teymið hans Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic hafði samband. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði á föstudag að Rashford og Jonny Evans væru báðir veikir. Það yrði því tekin ákvörðun með hvort þeir gætu spilað degi fyrir leik. Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night. W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024 Rashford hefur átt einkar erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gaf tvær stoðsendingar í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu, skoraði hvorki né lagði upp í deildarbikarnum en gaf stoðsendingu í 2-0 sigrinum á Wigan Athletic í 3. umferð FA Cup. Leikur Newport County og Man United er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 á morgun, sunnudag. Útsending hefst klukkan 16.20. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Mikið hefur verið um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum Man United í vetur. Sem stendur er FA Cup, enska bikarkeppnin, eini raunsæi möguleiki liðsins á titli á leiktíðinni. The Athletic greinir frá því að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum. Marcus Rashford went out in Belfast the night before reporting himself as too ill to attend Manchester United training on Friday.#MUFC | #PL More from @lauriewhitwell, @mjcritchley and @Dan_Sheldon_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2024 Man United vissi að hinn 26 ára gamli Rashford væri í N-Írlandi á miðvikudagskvöldið en Athletic hefur fengið staðfestingu þess efnis að hann hafi einnig verið úti að skemmta sér á fimmtudagskvöldinu. Hann sneri svo til baka til Manchester með einkaþotu snemma á föstudeginum. Bæði Man United sem og teymið hans Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic hafði samband. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði á föstudag að Rashford og Jonny Evans væru báðir veikir. Það yrði því tekin ákvörðun með hvort þeir gætu spilað degi fyrir leik. Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night. W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024 Rashford hefur átt einkar erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gaf tvær stoðsendingar í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu, skoraði hvorki né lagði upp í deildarbikarnum en gaf stoðsendingu í 2-0 sigrinum á Wigan Athletic í 3. umferð FA Cup. Leikur Newport County og Man United er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 á morgun, sunnudag. Útsending hefst klukkan 16.20.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira