Sammála um að umræðan hafi harðnað Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 16:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata ræddu hælisleitendamálin í Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira