Hjarta úr steini Sverrir Björnsson skrifar 29. janúar 2024 09:30 Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer. Mikill samhugur hefur ríkt með fólki á flótta, heimilislausum Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja sprungu skorinn heimabæ sinn og fólkinu í Palestínu sem flýr sundur sprengd heimili sín. Því miður varð manntjón í Grindavík og fjölskylda á um sárt að binda, styðjum þau. Það var líka sárt að heyra af umferðarslysunum í janúar, svo mikil sóun, svo mikill harmur. Eitt líf er óendanlega mikils virði, við erum öll jafngild og eigum sama rétt til lífsins. Það átti líka við þau 26.103 barna, kvenna og manna sem Ísraelsmenn hafa drepið í útrýmingar stríði sínu gegn fólkinu á Gasa. Auðvitað eigum við að setja sérstök lög til að sameina fjölskyldur Palestínu búa hér og taka við fleiri. Bjarga sem flestum frá þeirra sáru neyð líkt og gert var með Úkraínumenn. Verum stór í hjartanu og sýnum það í verki þó það kosti okkur eitthvað. Miðað við umræðuna virðist mikill einhugur. Meira að segja hinn gallharði hægrimaður "Villi" eins og Grindvíkingar kalla Vilhjálm Árnason er orðinn Sósíalisti. Hann vill meiri samhjálp í samfélaginu og að allir leggi í púkkið til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti. Batnandi mönnum er best að lifa og við erum öll sammála honum. Við ættum að forðast að leggja sérstaka Grindavíkur skatta á almenning það getur jaðarsett Grindvíkinga þegar fram í sækir. Sumir tala nú um að launþegar landsins taki reikninginn fyrir tjónið í næstu kjarasamningum en það sama fólk minnist ekki orði á að sækja hjálparfé í ótrúlegan arð af auðlindum okkar, auðnum af sjávarútvegi og stóriðiju sem stöðugt hleðst upp hjá örfáum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Lögfræðingurinn Kristín Ólafsdóttir nefndi í Kastljósi einfalda og sanngjarna leið til að fjármagna aðstoð við Grindvíkinga. Ísland tekur lán fyrir kostnaðinum og greiðir það niður á 20 árum, enda um einstakar aðstæður að ræða. Samhugur með þeim sem þjást er mikill með þjóðinni en formaður Sjálfstæðisflokksins er með hjarta úr steini. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra stöðvaði í gær aðstoð Íslands við fólk í neyð í Palestínu með einu pennastriki. Þar með tók hann mat og lyf frá börnum í hættu vegna þess að árásaraðilinn, Ísraelsríki ásakar 12 af 13.000 starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að hafa átt þátt í voðaverkunum 7. október. Ásakanirnar eru ósannaðar, málið er einfaldlega í rannsókn og þó rétt reynist þarf ekki að bregðast svona grimmilega við. Utanríkisstefna Íslands er því miður bara dauft bergmál af utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og Breta og því lítil ástæða til að við höldum úti rándýrum utanríkisráðherra. Hvernig er hægt að að gera þetta? Ég trúi því ekki að þjóðin vilji taka mat úr munni barna í mikilli hættu. Hvað segir Framsóknarflokkurinn? Er hann bara sáttur í sínum ævaforna afstöðu feluleik? Hvað segir hin svokallaða Vinstrihreyfingin, Grænt framboð? Af þeim bænum heyrist ekkert en svo kemur líklega sama gamla jarmið; neeeeeeeeefnd. Æi maður sparkar víst ekki í dauðann hund. Höfundur er hönnuður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun