Vill hanna varnir strax Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 19:47 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur vill sjá að strax verði farið að undirbúa viðbrögð við eldgosum sem gætu verið á næsta leyti. Vísir/Sigurjón Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði