Dauðvona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:01 Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin er talinn eiga eingöngu nokkra mánuði ólifaða. AP/Dan Kraker Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó. Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent