Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem bjóða fram krafta sína til biskups. Bjarni Karlsson bættist í hópinn í morgun sem telur nú sjö.
Auk Elínborgar og Bjarna hafa Helga Soffía Konráðsdóttir, Ninna Sif Svavarsdóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Svavar Alfreð Jónsson og Kristján Björnsson ákveðið að taka við tilnefningum til biksups.
Biskupskjör fer fram í mars þar sem þau þrjú sem fá flestar tilnefningar býtast um embættið.
Elínborg tjáði Morgunblaðinu í gær að reynsla hennar að hafa þjónað í sveit, sjávarþorpi og miðborginni skapaði henni fjölbreytta reynslu. Elínborg, sem verður 56 ára á árinu, hefur verið prestur í Grundarfirði, Stafholti í Borgarfirði og í Dómkirkjunni í Reykjavík síðustu sex ár.
Þá er Elínborg mikill göngugarpur og hefur meðal annars gengið mörg þúsund kílómetra á Jakobsveginum á Spáni.