Í tilkynningu frá félaginu segir að mótmælin séu til þess að sýna Palestínufólki stuðning, fordæma aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda og krefjast þess að ráðafólk landsins svari kröfum almennings um alvöru aðgerðir til stuðnings Palestínu.
Hópurinn segir íslenska og aðra vestræna þjóðarleiðtoga auk alþjóðastofnana ekkert gera til þess að stöðva þjóðernishreinsanir. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hafi auk þess gert Ísland að virkum þátttakanda í þjóðarmorði með því að stöðva greiðslur íslenska ríkisins til flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu.

