Palestínumenn reistu snjóskýli á Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 10:43 Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki Vísir/Vilhelm Palestínskir mótmælendur sem hafst hafa við í tjaldbúðum á Austurvelli undanfarnar fimm vikur, hafa nú reist nokkurskonar snjóvirki í stað tjaldbúðanna. Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir
Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52
Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00