Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 12:58 Starfsmaður Ibn Sina spítalans fer yfir myndband úr öryggismyndavél þar sem má sjá ísraelsku sérsveitarmennina. AP Photo/Majdi Mohammed Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. Á myndböndum sem birst hafa í erlendum miðlum í dag má sjá sérsveitarliðana askvaðandi á gangi spítalans með riffla á lofti. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld saka Ísraelsmenn um að fremja voðaverk á palestínskum spítölum. Þá hefur BBC eftir Hamas samtökunum að Ísraelar hafi tekið af lífi þrjá herliða á spítalanum, þar af einn á vegum samtakanna. Þá segja samtökin að hann hafi verið að leita sér læknisaðstoðar á spítalanum. Hinir tveir eru sagðir hafa verið liðsmenn annars vígahóps, sem kenndur er við Palestinian Islamic Jihad. Upptakan hér að neðan af vef BBC er úr öryggismyndavél spítalans. Einn hafi skipulagt 7. október Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einn þeirra sem myrtur hafi verið á spítalanum hafi verið vígamaður á vegum Hamas, sem skipulagt hafi hryðjuverkaárásirnar í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum. Rúmlega 1300 manns létust í þeirri árás og voru 250 manns teknir sem gíslar Hamas samtakanna. Fram kemur í frétt miðilsins að spennustigið á Vesturbakkanum sé hátt. Það hafi risið hratt í kjölfar voðaverka Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum og eftir mannskæðar hefndaraðgerðir Ísraela á Gasa. Í þeim aðgerðum hafa 26.600 Palestínumenn látist, að mestu konu og börn. Ísraelsmenn hafi síðan 7. október drepið í hið minnsta 357 manns á Vesturbakkanum, vígamenn jafnt og almenna borgara, á meðan ísraelskir landnemar hafa drepið átta manns, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa tíu Ísraelsmenn látist vegna átaka á Vesturbakkanum og í Ísrael. Aðkoman á spítalanum eftir árás ísraelsku sérsveitarinnar. AP Photo/Majdi Mohammed Þrír vígamenn dóu eftir árás sérsveitarinnar.AP Photo/Majdi Mohammed Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Á myndböndum sem birst hafa í erlendum miðlum í dag má sjá sérsveitarliðana askvaðandi á gangi spítalans með riffla á lofti. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld saka Ísraelsmenn um að fremja voðaverk á palestínskum spítölum. Þá hefur BBC eftir Hamas samtökunum að Ísraelar hafi tekið af lífi þrjá herliða á spítalanum, þar af einn á vegum samtakanna. Þá segja samtökin að hann hafi verið að leita sér læknisaðstoðar á spítalanum. Hinir tveir eru sagðir hafa verið liðsmenn annars vígahóps, sem kenndur er við Palestinian Islamic Jihad. Upptakan hér að neðan af vef BBC er úr öryggismyndavél spítalans. Einn hafi skipulagt 7. október Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einn þeirra sem myrtur hafi verið á spítalanum hafi verið vígamaður á vegum Hamas, sem skipulagt hafi hryðjuverkaárásirnar í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum. Rúmlega 1300 manns létust í þeirri árás og voru 250 manns teknir sem gíslar Hamas samtakanna. Fram kemur í frétt miðilsins að spennustigið á Vesturbakkanum sé hátt. Það hafi risið hratt í kjölfar voðaverka Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum og eftir mannskæðar hefndaraðgerðir Ísraela á Gasa. Í þeim aðgerðum hafa 26.600 Palestínumenn látist, að mestu konu og börn. Ísraelsmenn hafi síðan 7. október drepið í hið minnsta 357 manns á Vesturbakkanum, vígamenn jafnt og almenna borgara, á meðan ísraelskir landnemar hafa drepið átta manns, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa tíu Ísraelsmenn látist vegna átaka á Vesturbakkanum og í Ísrael. Aðkoman á spítalanum eftir árás ísraelsku sérsveitarinnar. AP Photo/Majdi Mohammed Þrír vígamenn dóu eftir árás sérsveitarinnar.AP Photo/Majdi Mohammed
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira