Frá þessu segir í tilkynningu frá Hér og Nú þar sem einnig segir að þrír nýir stjórnendur hafi verið til starfa, þau Hildi Örnu Hjartardóttur, Guðjón Ólafsson og Högna Val Högnason.
Þar segir að Högni Valur sé nýr framkvæmdastjóri hönnunar- og hugmynda hjá Hér&Nú ásamt því að gegna hlutverki listræns stjórnenda (e. creative director).
„Högni Valur hefur starfað í auglýsingageiranum í meira en áratug, m.a. sem hönnunarstjóri bæði hjá Hér&Nú og Brandenburg. Verkefni undir hans handleiðslu hafa unnið fjölmörg verðlaun á sviði auglýsinga og hönnunar, hvort sem er fyrir mörkun, herferðir, gagnvirka miðlun eða hugmyndaauðgi. Högni Valur er fyrrum formaður FÍT.

Hildur Arna Hjartardóttir er nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Hér&Nú
Hildur Arna hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og nýsköpun. Áður en hún gekk til liðs við Hér&Nú starfaði hún sem vörustjóri hjá Motus en þar á undan var hún markaðs- og vörustjóri Indó sparisjóðs, þar sem hún stýrði m.a. vinnu við sköpun á útliti og vörumerki Indó. Hildur er með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Guðjón Ólafsson er nýr framkvæmdastjóri birtinga hjá Hér&Nú
Guðjón hefur starfað sem birtingastjóri hjá fyrirtækinu síðastliðin 6 ár en var áður viðskipta- og sölustjóri á auglýsingadeild Pressunnar og blaðamaður á sama miðli. Guðjón hefur undanfarin ár setið í fjölmiðlarannsóknarnefnd SÍA og m.a. leitt tækni- og vöruþróun á birtingasviði. Guðjón er með BA-gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Hér&Nú var stofnuð 1. apríl 1990 og er ein elsta auglýsingastofa landsins. Á stofunni starfa þrjátíu manns í starfsstöðvum í Reykjavík og Brighton, Englandi.