Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 17:01 Karl Wernersson hefur verið viðloðinn hin ýmsu dómsmál á síðustu árum. Aðsend Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. Þetta segir í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær. Þrotabúið krafðist ógildingar á ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, um að stöðva aðfarargerð gegn félaginu Föxum ehf., sem Jón Hilmar Karlsson eignaðist eftir að Karl, faðir hans, var dæmdur í fangelsi árið 2016. Forsaga málsins er sú að í apríl árið 2022 staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild þrotabús Karls Emils Wernerssonar til riftunar þriggja afsala til handar Faxa ehf. Eignirnar sem um ræðir eru nokkurs virði, þar ber helst að nefna ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu. Ef miðað er við dómkröfur þrotabúsins er húsið ríflega þrjú hundruð milljóna króna virði. Einnig var deilt um einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ og Mercedes Benz bifreið. Sem áður segir var Föxum gert að greiða 150 þúsund krónur á dag ef það afhenti ekki lúxusvilluna í Lucca. Það virðist ekki hafa verið félaginu nægur hvati til afhendingar, þrátt fyrir að áfrýjunarbeiðni félagsins hafi verið hafnað af Hæstarétti. Deildu um dráttarvexti Í úrskurði héraðsdóms segir að þrotabúið hafi kvaðið Faxa hafa, þann 2. júní 2022, greitt áfallnar dagsektir til og með þeim degi, ásamt áföllnum dráttarvöxtum en frá þeim tíma hafi félagið neitað að greiða dagsektir. Við munnlegan málflutning hafi því verið mótmælt af hálfu félagsins að það hefði nokkurn tímann greitt dráttarvexti á dagsektir og bent á að engin gögn hefðu verið lögð fram til stuðnings þeirri staðhæfingu. Tugmilljóna dagsektir Samkvæmt gögnum málins hafi Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu þann 15. desember 2022 tekið fyrir aðfararbeiðni þar sem þrotabúið krafðist þess að gert yrði fjárnám hjá Föxum fyrir ógreiddum dagsektum, 150.000 krónur í 162 daga, samtals 24.340.000 krónur, auk áfallandi dráttarvaxta og kostnaðar. Gerðinni hafi lokið með því að fjárnám var gert í tiltekinni eign sem félagið benti á. Í kjölfarið hafi þrotabúið óskað eftir nauðungarsölu á eigninni og félagið hafi þá greitt ógreiddar dagsektir til og með 11. nóvember 2022. Frá þeim tíma hafi félagið ekki greitt áfallnar dagsektir á grundvelli dóms Landsréttar. Með aðfararbeiðni 28. mars 2023 hafi þrotabúið krafist fjárnáms fyrir ógreiddum dagsektum frá 12. nóvember 2022, það er 150.000 krónum í 137 daga eða 20.550.000 krónum, auk áfallinna dráttarvaxta og kostnaðar. Sýslumaður hafi tekið þá aðfararbeiðni fyrir í fyrsta skipti þann 2. júní 2023. Óumdeilt sé að áður en beiðnin var tekin fyrir hjá sýslumanni hafi Faxar greitt höfuðstól kröfunnar, eins og fram komi í endurriti gerðarbókar sýslumanns. Þannig hafi Faxar greitt alls 44,89 milljónir króna í dagsektir í stað þess að afhenda húsið í Lucca. Félagið hafi krafist þess að sýslumaður stöðvaði gerðina þar sem krafan hefði verið greidd. Þrotabúið hafi hins vegar krafist þess að gerðin næði fram að ganga, enda væri dráttarvaxtakrafa samkvæmt aðfararbeiðni enn ógreidd og því hefði félagið ekki greitt skuld sína upp að fullu. Fulltrúi sýslumanns hafi frestað gerðinni til 8. júní 2023 en þann dag hafi verið ákveðið að stöðva gerðina. Engin heimild til heimtu dráttarvaxta af dagsektum Í niðurstöðu héraðsdóms segir að aðfararheimild verði ekki gefið annað og rýmra inntak en hún ber skýrlega með sér. Í dómsorði Landsréttar sé þess hvergi getið að dagsektir sem þar er kveðið á um skyldu bera dráttarvexti, enda hafi slík krafa ekki verið höfð uppi í stefnu. Verð krafa þrotabúsins um fjárnám vegna kröfu um dráttarvexti af áföllnum dagsektum því ekki reist á þeirri aðfararheimild. Þá verði ekki séð að fyrir hendi sé lagaheimild fyrir því að dagsektir, sem dæmdar hafa verið á grundvelli laga um meðferð einkamála, skuli bera dráttarvexti eftir því sem þær falla á og innheimtast, óháð því hvort krafa hafi verið um það gerð og um hana fjallað í dómsmáli. Þar sem óumdeilt sé að áfallnar dagsektir höfðu verið að fullu greiddar þegar sýslumaður tók aðfararbeiðni þrotabúsins fyrir, aðfararheimildin sjálf hafi ekki borið með sér að dráttarvextir skyldu leggjast á áfallnar dagsektir og sérstök lagaheimild hafi ekki heldur staðið til þess, hafi sýslumanni verið rétt að stöðva gerðina eins og hann gerði. Þegar af þessum ástæðum verði að hafna öllum kröfum þrotabúsins og fallast á kröfu Faxa um að staðfest verði ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 8.júní 2023, um að stöðva framkvæmd umræddrar aðfarargerðar. Þá var þrotabúinu gert að greiða Föxum 350 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Tengdar fréttir Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær. Þrotabúið krafðist ógildingar á ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, um að stöðva aðfarargerð gegn félaginu Föxum ehf., sem Jón Hilmar Karlsson eignaðist eftir að Karl, faðir hans, var dæmdur í fangelsi árið 2016. Forsaga málsins er sú að í apríl árið 2022 staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild þrotabús Karls Emils Wernerssonar til riftunar þriggja afsala til handar Faxa ehf. Eignirnar sem um ræðir eru nokkurs virði, þar ber helst að nefna ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu. Ef miðað er við dómkröfur þrotabúsins er húsið ríflega þrjú hundruð milljóna króna virði. Einnig var deilt um einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ og Mercedes Benz bifreið. Sem áður segir var Föxum gert að greiða 150 þúsund krónur á dag ef það afhenti ekki lúxusvilluna í Lucca. Það virðist ekki hafa verið félaginu nægur hvati til afhendingar, þrátt fyrir að áfrýjunarbeiðni félagsins hafi verið hafnað af Hæstarétti. Deildu um dráttarvexti Í úrskurði héraðsdóms segir að þrotabúið hafi kvaðið Faxa hafa, þann 2. júní 2022, greitt áfallnar dagsektir til og með þeim degi, ásamt áföllnum dráttarvöxtum en frá þeim tíma hafi félagið neitað að greiða dagsektir. Við munnlegan málflutning hafi því verið mótmælt af hálfu félagsins að það hefði nokkurn tímann greitt dráttarvexti á dagsektir og bent á að engin gögn hefðu verið lögð fram til stuðnings þeirri staðhæfingu. Tugmilljóna dagsektir Samkvæmt gögnum málins hafi Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu þann 15. desember 2022 tekið fyrir aðfararbeiðni þar sem þrotabúið krafðist þess að gert yrði fjárnám hjá Föxum fyrir ógreiddum dagsektum, 150.000 krónur í 162 daga, samtals 24.340.000 krónur, auk áfallandi dráttarvaxta og kostnaðar. Gerðinni hafi lokið með því að fjárnám var gert í tiltekinni eign sem félagið benti á. Í kjölfarið hafi þrotabúið óskað eftir nauðungarsölu á eigninni og félagið hafi þá greitt ógreiddar dagsektir til og með 11. nóvember 2022. Frá þeim tíma hafi félagið ekki greitt áfallnar dagsektir á grundvelli dóms Landsréttar. Með aðfararbeiðni 28. mars 2023 hafi þrotabúið krafist fjárnáms fyrir ógreiddum dagsektum frá 12. nóvember 2022, það er 150.000 krónum í 137 daga eða 20.550.000 krónum, auk áfallinna dráttarvaxta og kostnaðar. Sýslumaður hafi tekið þá aðfararbeiðni fyrir í fyrsta skipti þann 2. júní 2023. Óumdeilt sé að áður en beiðnin var tekin fyrir hjá sýslumanni hafi Faxar greitt höfuðstól kröfunnar, eins og fram komi í endurriti gerðarbókar sýslumanns. Þannig hafi Faxar greitt alls 44,89 milljónir króna í dagsektir í stað þess að afhenda húsið í Lucca. Félagið hafi krafist þess að sýslumaður stöðvaði gerðina þar sem krafan hefði verið greidd. Þrotabúið hafi hins vegar krafist þess að gerðin næði fram að ganga, enda væri dráttarvaxtakrafa samkvæmt aðfararbeiðni enn ógreidd og því hefði félagið ekki greitt skuld sína upp að fullu. Fulltrúi sýslumanns hafi frestað gerðinni til 8. júní 2023 en þann dag hafi verið ákveðið að stöðva gerðina. Engin heimild til heimtu dráttarvaxta af dagsektum Í niðurstöðu héraðsdóms segir að aðfararheimild verði ekki gefið annað og rýmra inntak en hún ber skýrlega með sér. Í dómsorði Landsréttar sé þess hvergi getið að dagsektir sem þar er kveðið á um skyldu bera dráttarvexti, enda hafi slík krafa ekki verið höfð uppi í stefnu. Verð krafa þrotabúsins um fjárnám vegna kröfu um dráttarvexti af áföllnum dagsektum því ekki reist á þeirri aðfararheimild. Þá verði ekki séð að fyrir hendi sé lagaheimild fyrir því að dagsektir, sem dæmdar hafa verið á grundvelli laga um meðferð einkamála, skuli bera dráttarvexti eftir því sem þær falla á og innheimtast, óháð því hvort krafa hafi verið um það gerð og um hana fjallað í dómsmáli. Þar sem óumdeilt sé að áfallnar dagsektir höfðu verið að fullu greiddar þegar sýslumaður tók aðfararbeiðni þrotabúsins fyrir, aðfararheimildin sjálf hafi ekki borið með sér að dráttarvextir skyldu leggjast á áfallnar dagsektir og sérstök lagaheimild hafi ekki heldur staðið til þess, hafi sýslumanni verið rétt að stöðva gerðina eins og hann gerði. Þegar af þessum ástæðum verði að hafna öllum kröfum þrotabúsins og fallast á kröfu Faxa um að staðfest verði ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 8.júní 2023, um að stöðva framkvæmd umræddrar aðfarargerðar. Þá var þrotabúinu gert að greiða Föxum 350 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00