Häcken í átta liða úrslit og Chelsea vann stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 19:40 Chelsea vann stórsigur er liðið tryggði sér sigur í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Franco Arland/Getty Images Sænska félagið Häcken tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann 1-0 útisigur gegn Real Madrid í D-riðli í kvöld. Á sama tíma vann Chelsea 4-0 stórsigur gegn Paris FC á útivelli. Chelsea hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og Real Madrid átti ekki möguleika að komast ofar en fjórða og neðsta sæti riðilsins. Það voru því aðeins Häcken og Paris FC sem höfðu að einhverju að keppa. Ljóst var að Häcken þurfti sigur gegn Real Madrid til að gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það var Rasul Kafaji Rosa sem tryggði liðinu sigur með marki á 63. mínútu. Niðurstaðan því 1-0 sigur Häcken og liðið þar með á leið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á kostnað Paris FC sem situr eftir með sárt ennið. HACKEN TAKE THE LEAD!! 💥Rusul Kafaji finishes the move with a bullet header. 😮💨Watch the UWCL LIVE for FREE on DAZN 👉 https://t.co/XeMu5oLS64#NewDealforWomensFootball #UWCLonDAZN pic.twitter.com/TxazBiyPnY— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2024 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Paris FC mátti liðið þola 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea. Fran Kirby kom gestunum yfir strax á tíundu mínútu áður en Mia Fishel tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum fyrir hálfleikshléið. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá Jelena Cankovic. Norsku landsliðskonurnar Guro Reiten og Maren Mjelde bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea endar því á toppi D-riðils með 14 stig, þremur stigum meira en Häcken sem hafnaði í öðru sæti. Paris FC nældi í sjö stig og endar í þriðja sæti, en Real Madrid rekur lestina með aðeins eitt stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Chelsea hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og Real Madrid átti ekki möguleika að komast ofar en fjórða og neðsta sæti riðilsins. Það voru því aðeins Häcken og Paris FC sem höfðu að einhverju að keppa. Ljóst var að Häcken þurfti sigur gegn Real Madrid til að gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það var Rasul Kafaji Rosa sem tryggði liðinu sigur með marki á 63. mínútu. Niðurstaðan því 1-0 sigur Häcken og liðið þar með á leið í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á kostnað Paris FC sem situr eftir með sárt ennið. HACKEN TAKE THE LEAD!! 💥Rusul Kafaji finishes the move with a bullet header. 😮💨Watch the UWCL LIVE for FREE on DAZN 👉 https://t.co/XeMu5oLS64#NewDealforWomensFootball #UWCLonDAZN pic.twitter.com/TxazBiyPnY— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2024 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Paris FC mátti liðið þola 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea. Fran Kirby kom gestunum yfir strax á tíundu mínútu áður en Mia Fishel tvöfaldaði forystu liðsins átta mínútum fyrir hálfleikshléið. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá Jelena Cankovic. Norsku landsliðskonurnar Guro Reiten og Maren Mjelde bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og þar við sat. Chelsea endar því á toppi D-riðils með 14 stig, þremur stigum meira en Häcken sem hafnaði í öðru sæti. Paris FC nældi í sjö stig og endar í þriðja sæti, en Real Madrid rekur lestina með aðeins eitt stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira