Luton valtaði yfir Brighton og Palace snéri taflinu við gegn botnliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 22:05 Elijah Adebayo hlóð í þrennu fyrir Luton. Alex Pantling/Getty Images Nýliðar Luton unnu ótrúlegan 4-0 sigur er liðið tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Crystal Palace 3-2 sigur gegn botnliði Sheffield United. Heimamenn í Luton byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti gegn Brighton og Elijah Adebayo kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Chiedozie Ogbene forystu Luton áður en Adebayo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Luton við stuttu fyrir hálfleikshléið. Adebayo var hins vegar ekki hættur og hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 4-0 sigur Luton sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Luton er nú með 19 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leik, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig. An un-four-gettable night at KR! ✨ pic.twitter.com/4P7JyHKZ82— Luton Town FC (@LutonTown) January 30, 2024 Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur er liðið tók á móti botnliði Sheffield United. Ben Brereton Diaz kom gestunum í Sheffield United yfir strax á fyrstu mínútu áður en Eberechi Eze jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rétt rúmlega fimmtán mínútna leik. James McAtee kom gestunum aftur yfir á 20. mínútu, en aftur jafnaði Eze fyrir heimamenn og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Michael Olise sem reyndist hetja heimamanna þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 67. mínútu. Crystal Palace situr nú í 14. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki, en Sheffield United situr sem fastast á botninum með tíu stig. Að lokum gerðu Fulham og Everton markalaust jafntefli er liðin mættust á Craven Cottage. Úrslitin þýða að Everton situr nú í fallsæti með 18 stig eftir 22 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Fulham situr hins vegar í 12. sæti með 25 stig. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Heimamenn í Luton byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti gegn Brighton og Elijah Adebayo kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Chiedozie Ogbene forystu Luton áður en Adebayo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Luton við stuttu fyrir hálfleikshléið. Adebayo var hins vegar ekki hættur og hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 4-0 sigur Luton sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Luton er nú með 19 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leik, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig. An un-four-gettable night at KR! ✨ pic.twitter.com/4P7JyHKZ82— Luton Town FC (@LutonTown) January 30, 2024 Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur er liðið tók á móti botnliði Sheffield United. Ben Brereton Diaz kom gestunum í Sheffield United yfir strax á fyrstu mínútu áður en Eberechi Eze jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rétt rúmlega fimmtán mínútna leik. James McAtee kom gestunum aftur yfir á 20. mínútu, en aftur jafnaði Eze fyrir heimamenn og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Michael Olise sem reyndist hetja heimamanna þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 67. mínútu. Crystal Palace situr nú í 14. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki, en Sheffield United situr sem fastast á botninum með tíu stig. Að lokum gerðu Fulham og Everton markalaust jafntefli er liðin mættust á Craven Cottage. Úrslitin þýða að Everton situr nú í fallsæti með 18 stig eftir 22 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Fulham situr hins vegar í 12. sæti með 25 stig.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti